Nú fer vorið senn að koma og þá er gaman að velta fyrir sér hverju er viðeigandi að klæðast. Við mælum með fatnaði í anda kvikmyndarinnar The Great Gatsby.
Kvikmyndirnar um Great Gatsby eftir sögu F. Scott Fitzgerald eru orðnar tvær. Sú fyrri kom út árið 1974 með þeim Mia Farrow og Robert Redford í aðalhlutverki, en sú seinni kom út árið 2013 með þeim Leonard DiCaprio og Carey Mulligan.
Það sem einkennir tískuna frá þessu tímabili þriðja áratugs síðustu aldar eru ljósir litir. Hvítar sokkabuxur og lágt mittið. Vel greitt hárið í bylgjur var ávallt með glansáferð. Hattar og klútar um höfuðið voru vinsælir. Lág mittislína og gljái í efnavali ásamt útsaumi.
Við spyrjum því af hverju ekki að klæða sig upp á með þetta tímabil í huga um þessar mundir. Að hefja vorið með ljós í hjarta?
Þegar kemur að förðuninni er fallegt að setja ljósan blýant inn á augnhvarmana. Vera með fallega ljósa húð og annaðhvort dökkar varir eða ljósrauðar.