Af hverju skaparðu ekki þitt líf líkt og Vreeland?

Eins og sést á þessari mynd líkaði Diana Vreeland einkar …
Eins og sést á þessari mynd líkaði Diana Vreeland einkar vel við rauðan lit. Hér sést hvað hún naut lífsins til fulls sem hún hafði skapað sér. Ljósmynd/skjáskot Pinterest.

Di­ana Vr­ee­land er án efa ein lit­rík­asta per­sóna tísku­sög­unn­ar. Hún er þekkt fyr­ir fortíð sína sem virðist breyt­ast við hverja frá­sögn henn­ar um hana. Hún setti tísku og hönn­un á kortið á síðustu öld í gegn­um störf sín hjá Harper´s Baz­ar og seinna Vogue.

Hér er velt upp þeirri spurn­ingu af hverju þú lif­ir ekki eins lit­ríku lífi og hún.

Vr­ee­land þekkti Coco Chanel en var einnig fjar­skyld hinni þekktu Paul­ine de Rothschild. Hún starfaði á ár­un­um 1936 til 1962 á tíma­rit­inu Harper´s Baz­ar en varð rit­stjóri hins þekkta banda­ríska Vogue á ár­un­um 1963 til 1971. 

Það gekk ým­is­legt á í lífi Vr­ee­land, en hún gerði það æv­in­týra­legt. Hún var ein­stak­lega valda­mik­il þegar kom að tísk­unni í Banda­ríkj­un­um á síðustu öld. Í raun má segja að hún réði hvað var í tísku hálfa öld­ina. Eft­ir­far­andi atriði eru skemmti­leg­ir að skoða í ljósi sög­unn­ar. Það er ým­is­legt hægt að læra af þess­um dugnaðarforki sem setti svip sinn á mann­lífið út um all­an heim.

Vald þitt á feg­urðinni

Fjöl­marg­ar bæk­ur hafa komið út um ævi Vr­ee­land. Í raun má segja að þær séu bæk­ur um hvernig við get­um skapað okk­ar eig­in ver­öld, ekki síður en um tísku og hönn­un. Við lest­ur þess­ara bóka kem­ur fram að Vr­ee­land hafi verið ung að árum þegar að hún áttaði sig á því að hún væri kannski ekki fal­leg­asta stúlk­an í göt­unni. Þegar hún tók ákvörðun um að vera sú allra glæsi­leg­asta.

Hún lagði alltaf mikið upp úr því að skapa sína eig­in feg­urð. Í raun ákvað hún hvað væri fal­legt hverju sinni, ekki ein­ung­is þegar kom að tísku, held­ur einnig þegar kom að út­liti með vali sínu á fyr­ir­sæt­um. Hún leyfði svo sann­ar­lega ekki um­hverf­inu að skil­greina sig. Hún gaf lítið út á álit annarra en lagði þeim mun meira upp úr því að líta vel út, ferðast og um­gang­ast það sem henni fannst rétti fé­lags­skap­ur­inn.

Það var enginn að fara að vaða yfir þessa konu. …
Það var eng­inn að fara að vaða yfir þessa konu. Hún var með sitt á hreinu. Ljós­mynd/​skjá­skot Pin­t­erest.

Vald þitt á fé­lags­skapn­um

Þegar lesið er í gegn­um ævi­sög­ur Vr­ee­land má sjá að ung að aldri ákvað hún að lífið væri æv­in­týri en ekki eitt­hvað sem hún lenti í. Ef hún upp­lifði áskor­an­ir þá ým­ist ræddi hún þær ekki eða breytti staðhæf­ing­um um fortíð sína. 

Það hef­ur löng­um þótt ótrú­verðugt að segja ekki all­an sann­leik­ann, en fólk er sam­mála um að með þessu var hún að taka vald yfir sínu lífi. Það var eitt­hvað svo æv­in­týra­legt við frá­sagn­ir henn­ar og vana­lega kom hún ekki illa fram við fólk og hagræddi sann­leik­an­um eft­ir því. Það var meira eins og hún stráði glimmeri yfir fortíðina sem marg­ir gætu talið gráa. Hún valdi að sjá lífið í lit­um. Rauður var í miklu upp­á­haldi hjá henni.

Þegar kom að vin­um valdi hún fólk í kring­um sig sem var með sterk­an per­sónu­leika. Fólk sem gat staðið jafn­fæt­is henni og rætt allt á milli him­ins og jarðar. Hún er þekkt fyr­ir að hafa sagt sína skoðun umbúðalaust og náði með sér­stök­um stíl að leiðbeina kon­um út um all­an heim í átt að betra út­liti að henn­ar mati.

Diana Vreeland átti góða vini. Hér er hún með Jackie …
Di­ana Vr­ee­land átti góða vini. Hér er hún með Jackie Onasis sem var þekkt fyr­ir ein­fald­an flott­an stíl og stór sólgler­augu. Ljós­mynd/​skjá­skot Pin­t­erest.

Vald hug­ans yfir hinum efn­is­lega heimi

Að mati Vr­ee­land skiptu pen­ing­ar engu máli ef fólk kunni ekki að fara með þá. Hún taldi að sann­ur glæsi­leiki ætti upp­haf sitt í huga fólks og þaðan væri hægt að færa hann yfir á út­litið. 

Þessi skoðun kom sér vel fyr­ir hana, enda lifðu hún þannig lífi að fólk vissi al­mennt ekki hvort hún ætti svo mikið fjár­magn. Eins kom sá tími í henn­ar lífi að hún átti minna af pen­ing­um en oft áður, en hún lét það ekki á sig fá og lifði líf­inu glæsi­lega að vanda.

Hún er þekkt fyr­ir orð sín: „Málið er ekki kjóll­inn sem þú ert í. Held­ur lífið sem þú lif­ir í kjóln­um.“ Þessi orð segja margt um Vr­ee­land og hugsana­gang henn­ar. Eins sagði hún: „Þú þarft ekki að vera fædd fal­leg til þess að vera brjálæðis­lega aðlaðandi.“

Hvernig svo sem lífið var hjá Vreeland var eitt á …
Hvernig svo sem lífið var hjá Vr­ee­land var eitt á hreinu. Hún var glæsi­leg, í raun brjálæðis­lega glæsi­leg, jafn­vel þótt hún væri með hand­klæði vafið um sig. Ljós­mynd/​skjá­skot Pin­t­erest.
Það sem sést svo vel á þessari mynd er þessi …
Það sem sést svo vel á þess­ari mynd er þessi ólýs­an­legi glæsi­leiki sem kem­ur inn­an frá að mati Vr­ee­land. Hver sem er gæti klæðst þess­um fatnaði. En það sem skipt­ir máli er hvernig lífi þú lif­ir í fatnaðinum að mati Vr­ee­land. Ljós­mynd/​skjá­skot Pin­t­erest.

Vald þitt á líf­inu

Að mati Vr­ee­land var ein­ung­is til eitt gott líf í þess­um heimi. Lífið sem þig lang­ar í og sköp­un þín á því.

Að þessu leyti var Vr­ee­land opin fyr­ir alls kon­ar lífi, svo framar­lega sem ein­stak­ling­ur­inn hafi tekið ákvörðun um að þetta væri lífið sem hann vildi.

Vreeland sagði meira með augunum og brosi en mörg orð …
Vr­ee­land sagði meira með aug­un­um og brosi en mörg orð hefðu getað lýst frá munni henn­ar. Hún elskaði lífið og hún elskaði sig. Það sést hér lang­ar leiðir. Ljós­mynd/​skjá­skot Pin­t­erest.

Vald þitt á aldr­in­um

Vr­ee­land hélt mikið upp á setn­ingu sem hún hafði heyrt frá vini sín­um þegar hún var á yngri árum sín­um sem var: „Ég er bú­inn að ákveða að ég ætla að deyja ung­ur!“ Hversu ung­ur? Á hún að hafa spurt hann. „Ég er ekki viss, kannski sjö­tíu ára, kannski um átt­rætt. Ég hef ekki ákveðið það. En ég ætla að vera ung­ur.“

Vreeland þorði þegar aðrir hikuðu. Þrátt fyrir að hún hafi …
Vr­ee­land þorði þegar aðrir hikuðu. Þrátt fyr­ir að hún hafi yf­ir­leitt klæðst ein­föld­um fatnaði þá hafði hún gam­an af því að ganga lengra en aðrir. Ljós­mynd /skjá­skot PIn­t­erest.

Vald þitt á ást­inni

Vr­ee­land skrifaði eitt sinn að feg­urð sé í öllu sem get­ur gefið ást og þegið ást. Hún taldi að ef eldri kon­ur byggju yfir feg­urð væri það vegna þess að þær væru bún­ar að finna frelsið í þess­um heimi í ná­lægð sinni við Guð sem elsk­ar þær skil­yrðis­laust. Hún lagði mikla áherslu á kær­leik­ann og and­legt líf og taldi það grunn­for­sendu þess að fólk gæti fundið fyr­ir teng­ingu við um­heim­inn.

Einfaldur fatnaður, fallegar Louis Vuitton-ferðatöskur og rauð stígvél voru einkennismerki …
Ein­fald­ur fatnaður, fal­leg­ar Lou­is Vuitt­on-ferðatösk­ur og rauð stíg­vél voru ein­kenn­is­merki Vr­ee­land. Að auki var hún alltaf með gervifíla­bein um háls­inn (mán­inn) sem og um úlnliðina. Ljós­mynd/​skjá­skot Pin­t­erest.

 Vald þitt á hinu full­komna

Vr­ee­land er þekkt fyr­ir áhuga sinn á rauðum lit en talið er að hún hafi verið nán­ast alla sína æfi að reyna að fá mál­ara sem hún var að vinna með mála fyr­ir sig hinn full­komna rauða lit að henn­ar mati: „Sama hvað ég reyndi að út­skýra, þá bara tókst þeim þetta ekki. Sjáið til, leiðbein­ing­ar mín­ar voru eft­ir­far­andi: „Mig lang­ar í rauðan lit sem minn­ir á rococo með smá goth-áhrif­um í sér og hann á að minna á búd­dískt alt­ari! Þeir höfðu enga hug­mynd hvað ég var að meina og elt­inga­leik­ur minn við rauða lit­inn átti eft­ir að end­ast mér æv­ina alla.“

Fram­an­greind staðhæf­ing gef­ur skemmti­lega mynd á karakt­er Vr­ee­land. Hvernig hún sá fyr­ir sér hlut­ina í stað þess að láta markaðinn mata ofan í sig hvað er fal­legt. Hún stóð vel með sér í einu og öllu, og leyfði eng­um að koma ná­lægt sér sem hafði ekki jafn­mikl­ar hug­mynd­ir um hana og hún gerði sjálf. Hún leitaðist við að gera lífið fal­legra og sá framtíðina fyr­ir sér sjón­rænt.

Einfaldur stíll Vreeland í afslöppuðu umhverfi. Takið eftir fallega bleikum …
Ein­fald­ur stíll Vr­ee­land í af­slöppuðu um­hverfi. Takið eft­ir fal­lega bleik­um sokk­um. Ljós­mynd/​skjá­skot Pin­t­erest.
Þessi mynd gefur hugmynd um dýpt og þekkingu Vreeland á …
Þessi mynd gef­ur hug­mynd um dýpt og þekk­ingu Vr­ee­land á viðfangs­efn­inu sínu. Takið eft­ir því hvernig rautt um­hverfið er dá­sam­legt með þess­um rauðu stíg­vél­um. Ein­kenni­legt út­lit sem virk­ar 100% þegar kem­ur að tískugyðju 20. ald­ar­inn­ar. Ljós­mynd/​skjá­skot Pin­t­erest.

Vald þitt á tísk­unni

Þrátt fyr­ir að heim­ili Vr­ee­land hafi verið ein­stak­lega lit­ríkt sem og margt af því sem hún gerði tengt vinnu sinni. Þá var smekk­ur henn­ar frek­ar ein­fald­ur og lát­laus, ekki svo ólík­ur vin­konu henn­ar Coco Chanel.

Hún notaði fylgi­hluti til að ýta und­ir eig­in stíl og voru háls­men og arm­bönd henn­ar ein­kenn­is­merki. Stór arm­bönd úr gervifíla­beini var eitt­hvað sem hún fór nán­ast aldrei út án. Með fal­lega lagt hárið í fatnaði úr gæðaefn­um.

Við her­leg­heit­in gekk hún stund­um í rauðum skóm, stíg­vél­um og sokka­bux­um. Bara svona rétt aðeins til að sýna heim­in­um stuðning sinn við þenn­an fal­leg lit ástar­inn­ar.

Þessir litir eru guðdómlegir í bland við skartgripina sem Vreeland …
Þess­ir lit­ir eru guðdóm­leg­ir í bland við skart­grip­ina sem Vr­ee­land bar á ein­stak­an hátt. Glæsi­leik­inn upp­málaður! Ljós­mynd/​skjá­skot Pin­t­erest.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda