Er „svunta“ fyrir fólk í yfirvigt?

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér spyr 37 ára gömul kona að því hvort hægt sé að vera fara í svuntuaðgerð ef fólk er ekki alveg í kjörþyngd. 

Sæl Þórdís

Ég hef alla mína tíð verið í yfirvigt er núna 37 ára en hef svo sem ekkert verið ósátt við mig en eftir að ég átti dóttur mína sit ég uppi með lafandi maga sem mér líður mjög illa með. En spurningin mín er sem sagt sú get ég farið í svuntuaðgerð þó ég sé í yfirvigt?

Kveðja,

ein sem langar að geta klæðst buxum

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Það skiptir öllu máli hve mikla yfirþyngd er um að ræða. Ertu yfir 100 kg eða einhverjum kg yfir þessa svokölluðu „kjörþyngd“? Ef þú hefur alltaf verið 10-15 kg of þung miðað við hæð og ert sátt þannig og sérð ekki fram á að losna við þau kg þá tel ég að hægt sé að framkvæma svuntuaðgerðina hjá þér. Ef yfirþyngdin er of mikil eru almennt meiri líkur á fylgikvillum og svæfing getur verið áhættusamari. Ég ráðlegg þér að hafa samband við lýtalækni og fara yfir þína möguleika.

Með bestu kveðjum,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda