Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Eir Einarsdóttir hitti söng- og leikkonuna Jennifer Lopez um helgina í Las Vegas þar sem Sunneva tók þátt í viðburði með stjörnunni.
Sunneva fór til Las Vegas á vegum snyrtivörumerkisins Inglot þar sem hún hitti fyrir fleiri heimsþekkta áhrifavalda. Ástæða ferðarinnar var sú að Lopez hannaði snyrtivörulínu í samstarfi við Inglot en línan kemur á markað í vikunni.
Sunneva fór á tónleika með Lopez en var auk þess valin í tíu manna hóp sem fékk að vera með stjörnunni þar sem förðunarlínan var frumsýnd.