Tískuhúsið Balenciaga var ekki að grínast þegar þeir fóru í samstarf við Crocks og þeir virðast heldur ekki vera að grínast með nýjan suttermabol fyrir herra sem hefur vakið mikla athygli.
Bolurinn kallast T-SHIRT SHIRT eða stuttermabolaskyrta en það er nákvæmlega það sem hann er. Segja má að fólk fái tvær flíkur í einu þegar það kaupir bolinn þar sem skyrta er föst framan á annars venjulegum bol og því hefur flíkin tvo notkunarmöguleika.
Skyrtubolurinn er þó ekki ókeypis en hann er fáanlegur á heimasíðu Balenciaga fyrir 935 pund eða rúmar 130 þúsund íslenskar krónur.
Ekki eru allir hrifnir af þessari hönnun og ákvað einn Twitter-notandi að búa sér sjálfur til skyrtubol með límbandi og tók hann fram að það hafi ekki kostað hann mikið.