Íslensk fyrirsæta á forsíðu Harper's Bazaar

Sif Saga prýðir forsíðu nýjasta Harper's Bazaar í Tyrklandi.
Sif Saga prýðir forsíðu nýjasta Harper's Bazaar í Tyrklandi.

Hrafnhildur Sif Dagbjartsson eða Sif Saga eins og hún kallar sig er ung, íslensk fyrirsæta sem hefur verið að gera garðinn frægan að undanförnu. Hún hefur meðal annars verið tvisvar á forsíðu Elle í Argentínu og prýðir um þessar mundir forsíðu Harper's Bazaar í Tyrklandi undir nafni.

Í Harper's Bazaar er jafnframt 16 blaðsíðna viðtal við Sif Sögu og myndaþáttur þar sem hún er kölluð Supergirl, eða ofurstúlkan. Þá hefur hún verið í stórum myndaþáttum í blöðum á borð við l‘Officiel í Singapúr og Elle í Frakklandi.

Þrátt fyrir sigra Sifjar í fyrirsætuheiminum þekkja ekki margir til hennar á Íslandi enda ólst hún að mestu leyti upp í Boston í Bandaríkjunum. Sif kemur þó oft til Íslands og á ættingja á Íslandi. 

Sif hefur tvisvar prýtt forsíðu Elle í Argentínu.
Sif hefur tvisvar prýtt forsíðu Elle í Argentínu.

Sif gerir út frá Los Angeles og er umboðskrifstofa hennar, The Lions LA, staðsett í borginni. Umboðskrifstofan sér um mörg þekkt nöfn í tíksuheiminum þar á meðal Agyness Deyn, Kate Upton, Irina Shayk og Grace Bol.

Ferill Sifjar er á hraðri uppleið og við erum sannfærð um að hún verði næsta ofurfyrirsætan,“ segir Marianne Tamposi, stofnandi The Lions og móðurfyrirtækisins New Version Models, en hún sér sjálf persónulega um feril Sifjar ásamt eiginmanni sínum, Nick.

L’Officiel no.2 #cover

A post shared by Sif Saga (@itsmesif) on Feb 12, 2018 at 7:08pm PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda