Af hverju prófarðu ekki Lipton-stílinn?

Peggy Lipton er með stíl sem hefur verið viðeigandi í …
Peggy Lipton er með stíl sem hefur verið viðeigandi í marga áratugi. Svo klassísk er hún. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Peggy Lipt­on átti hug og hjörtu heims­ins á átt­unda ára­tug síðustu ald­ar. Hún var með ein­fald­an fal­leg­an stíl, sítt glans­andi hár og ein­kenni henn­ar voru bux­ur, sail­or-jakki og lít­ill farði. Við spyrj­um að þessu sinni: Af hverju klæðir þú þig ekki í anda Peggy Lipt­on?

Lipt­on fór ung að heim­an þar sem hana langaði að verða eitt­hvað meira í líf­inu. Hún ritaði seinna um lífið sitt bók þar sem hún rek­ur áföll í æsku til þess flótta sem hún var á fyrri hluta lífs­ins. 

Peggy Lipton og Quincy Jones.
Peggy Lipt­on og Quincy Jo­nes. Ljós­mynd/​skjá­skot In­sta­gram

Leik­kon­an sem átti tvær per­són­ur, eina op­in­bera og aðra fyr­ir sig, kom mörg­um á óvart með ævi­sögu sinni. Hins veg­ar eru marg­ir á því að fleiri aðilar á sviði kvi­mynda og lista eiga svipaða sögu að segja og hún. Ung­ar kon­ur sem leita sín í formi lista og menn­ing­ar. Peggy Lipt­on gift­ist Quincy Jo­nes og eignaðist með hon­um tvær dæt­ur. Önnur dótt­ir þeirra er leik­kon­an Rashida Jo­nes sem er sjálf með ein­stak­an stíl sem hún hef­ur án efa til­einkað sér frá móður sinni. Hjóna­bandið varði ekki lengi. Hún hafði öðrum hlut­verk­um að gegna. Meðal ann­ars því að halda áfram með leik­list­ar­fer­il­inn sinn og það mik­il­væga verk­efni að finna sig.

Þegar kem­ur að tísk­unni þykir hún hafa verið öðru frem­ur klass­ísk í klæðaburði. Útlit henn­ar, sama á hvaða ára­tug síðustu ald­ar borið er niður, á vel við í dag. Það er auðvelt að finna fatnað og fylgi­hluti í henn­ar anda í dag. Ein­falt út­lit í bland við fal­lega húð og sítt hárið ger­ir stíl henn­ar áhuga­verðan.

Peggy Lipton í Mod Squad sem var einn vinsælasti sjónvarpsþáttur …
Peggy Lipt­on í Mod Squad sem var einn vin­sæl­asti sjón­varpsþátt­ur á átt­unda ára­tug síðustu ald­ar.
Gleraugu á borð við þessi sem Lipton er með á …
Gler­augu á borð við þessi sem Lipt­on er með á átt­unda ára­tugn­um hafa verið vin­sæl að und­an­förnu. Ljós­mynd/​skjá­skot In­sta­gram
Einfalt útlit og einstaklega fallegir litir í bland við fágað …
Ein­falt út­lit og ein­stak­lega fal­leg­ir lit­ir í bland við fágað hárið og fal­lega húðina er ein­kenni Lipt­on. Ljós­mynd/​skjá­skot In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda