Einnota myndavélar-filterinn

Huji Cam bætir við dagsetningu og filter.
Huji Cam bætir við dagsetningu og filter. Sonja Sif Þórólfsdóttir

Nostalgía er allsráðandi í Instagram-trendi sumarsins, ef ekki ársins. Frægt fólk, Instagram-stjörnur, áhrifavaldar og ungmenni hafa öll notað þennan „filter“, já við erum að tala um „einnota myndavélar“-filterinn. Ef þú notar Instagram hefur þú örugglega tekið eftir þessu trendi, en stjörnur á borð við Kim Kardashian, Selena Gomez og Pete Davidson hafa notað hann.

Myndirnar eru unnar í gegnum forritið Huji Cam, forrit sem í þeirra eigin orðum „lætur þér líða eins og þú sért að taka mynd árið 1998.“ Þar er hægt að velja dagsetningu, til dæmis dagsetninguna í dag, eða einhvern dag árið 1998.

Forritið hefur verið sótt yfir 16 milljón sinnum og er á topp 10 listanum yfir vinsælustu myndaforritin í AppStore. Það kom inn í AppStore í september á síðasta ári og í mars á þessu ári fyrir Android-síma.

Fyrirtækið á bak við forritið er suður-kóreskt og litlar upplýsingar til um það. Til eru fleiri forrit sem bjóða upp á sömu möguleika, en hafa ekki náð jafnmiklum vinsældum. 

A post shared by Selena Gomez (@selenagomez) on Mar 24, 2018 at 2:52pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál