Kvikmyndin Suspiria var ein af þeim myndum sem frumsýndar voru á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum en hátíðinni lauk um helgina. Íslenski dansarinn Halla Þórðardóttir fer með hlutverk í myndinni og var mætt til Feneyja í byrjun september eins og margar af helstu kvikmyndastjörnum heims en í myndinni leikur Halla meðal annars á móti Tildu Swinton.
Halla var glæsileg á rauða dreglinum og var að sjálfsögðu í íslenskri hönnun. „Ég var í toppi frá Anítu Hirlekar,“ segir Halla í samtali við Smartland um fötin sem hún klæddist í Feneyjum.
Luca Guadagnino leikstýrði myndinni en hann hlaut tilnefningu til Óskarsverðlaunanna í ár fyrir Call Me by Your Name. Dakota Johnson og Chloe Grace Moretz eru meðal þeirra stjarna sem fara hlutverk í myndinni auk leikkonunnar og tískugyðjunnar Swinton.
Fleiri myndir voru frumsýndar á hátíðinni og voru allir í sínu fínasta pússi.