Íslendingar þekkja Friðrik Weisshappel, þúsundþjalasmið og athafnamann. Nú eru Danirnir að fatta að þessi meistari er ekkert blávatn og getur vel verið að hann verði best klæddi maður Danmerkur. Hægt að kjósa hann hjá tímaritinu Euroman.
Euroman er eitt þekktasta tískutímarit Danmerkur en útgáfufélagið gefur líka út Eurowoman sem þykir frekar gott blað og vandað.
Friðrik, eða Frikki eins og hann er kallaður, var mikið í fjölmiðlum hér á árum áður. Hann var fastagestur í dálkum dagblaðanna, Hverjir voru hvar, og alltaf var hann tipp topp í tauinu og alltaf að gera eitthvað spennandi. Frikki var alltaf á undan sinni samtíð og er augljóslega enn þá en hann hefur verið búsettur í Danmörku síðustu ár.
Í gamla daga var það þannig að ef Frikki sást í einhverjum fötum urðu þau vinsæl í kjölfarið. Hann var og er mikill áhrifavaldur þegar kemur að tísku og klæðaburði. Þessar upplýsingar hefur samferðafólk hans á Íslandi verið meðvitað um en jákvætt er að Danirnir séu að kveikja.
Þú getur kosið Frikka HÉR.