Frikki Weiss best klæddi maðurinn?

Friðrik Weisshappel gæti orðið best klæddi maður Danmerkur.
Friðrik Weisshappel gæti orðið best klæddi maður Danmerkur. Ljósmynd/Skjáskot af Euroman

Íslendingar þekkja Friðrik Weisshappel, þúsundþjalasmið og athafnamann. Nú eru Danirnir að fatta að þessi meistari er ekkert blávatn og getur vel verið að hann verði best klæddi maður Danmerkur. Hægt að kjósa hann hjá tímaritinu Euroman. 

Euroman er eitt þekktasta tískutímarit Danmerkur en útgáfufélagið gefur líka út Eurowoman sem þykir frekar gott blað og vandað. 

Friðrik, eða Frikki eins og hann er kallaður, var mikið í fjölmiðlum hér á árum áður. Hann var fastagestur í dálkum dagblaðanna, Hverjir voru hvar, og alltaf var hann tipp topp í tauinu og alltaf að gera eitthvað spennandi. Frikki var alltaf á undan sinni samtíð og er augljóslega enn þá en hann hefur verið búsettur í Danmörku síðustu ár.

Í gamla daga var það þannig að ef Frikki sást í einhverjum fötum urðu þau vinsæl í kjölfarið. Hann var og er mikill áhrifavaldur þegar kemur að tísku og klæðaburði. Þessar upplýsingar hefur samferðafólk hans á Íslandi verið meðvitað um en jákvætt er að Danirnir séu að kveikja. 

Þú getur kosið Frikka HÉR. 

Hér er Friðrik að afhenda Ómari Ragnarssyni ávísun árið 2010. …
Hér er Friðrik að afhenda Ómari Ragnarssyni ávísun árið 2010. Friðrik safnaði peningum fyrir Ómar og hans störf þegar hann fagnaði 70 ára afmæli sínu. Ljósmynd/Jakob Fannar Sigurðsson
Friðrik Þór Friðriksson, Þórir Snær Sigurjónsson og Friðrik Weisshappel árið …
Friðrik Þór Friðriksson, Þórir Snær Sigurjónsson og Friðrik Weisshappel árið 2005 á kvikmyndinni Gargandi snilld. Hér er hann með derhúfu og rauðan trefil sem hefur verið líklega komist í tísku ári síðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Dómnefndin var í miklu fjöri, Sigvaldi Kaldalóns, Baldur Bragason, Nanna …
Dómnefndin var í miklu fjöri, Sigvaldi Kaldalóns, Baldur Bragason, Nanna Guðbergsdóttir, Friðrik Weisshappel Jónsson og Berglind Ólafsdóttir voru dómarar í Facette-keppninni sem haldin var fyrir rúmlega 20 árum. mbl.is/Halldór Kolbeins
Eyjólfur Pálsson og Friðrik Weisshappel í Listasafni Reykjavíkur á opnun …
Eyjólfur Pálsson og Friðrik Weisshappel í Listasafni Reykjavíkur á opnun myndlistasýningar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Hér er Friðrik í vinnugallanum en hann gerði upp hús …
Hér er Friðrik í vinnugallanum en hann gerði upp hús í gamla daga. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda