Litríkar peysur eru vinsælar fyrir herramenn um þessar mundir.
Hvort heldur sem er þröngar peysur undir jakkafötin eða víðar peysur sem notaðar eru í stað blazer jakka.
Mikið úrval er í boði af litríkum fatnaði um þessar mundir. Það er alltaf hægt að stóla á Ralph Lauren með fallega liti sem og Zara sem er með ótrúlegt úrval af dúnmjúkum stórum peysum núna.