Litaði hárið út af kjólnum

Charlize Theron lét lita á sér hárið fyrir Óskarinn.
Charlize Theron lét lita á sér hárið fyrir Óskarinn. Samsett mynd

Leik­kon­an Charlize Theron var að margra mati ein best klædda kon­an á Óskarn­um á sunnu­dag­inn. Því má að ein­hverju leyti þakka hári henn­ar en leik­kon­an lét lita á sér hárið sér­stak­lega fyr­ir kjól­inn. 

Theron er þekkt fyr­ir ljósa lokka og því brá ein­hverj­um þegar hún mætti með dökkt hár á rauða dregl­in­um. Hár­greiðslumaður Theron, Adir Aberg­el, sagði í viðtali við Us Weekly að hann hefði ákveðið að lita hárið á leik­kon­unni þegar hann sá lit­inn á Dior-kjóln­um sem leik­kon­an klædd­ist. Hann vildi að hár­lit­ur­inn myndi skapa mót­vægi við augn­lit­inn til að skerpa á öllu. 

„Hár er fram­leng­ing á tísku,“ sagði Abberg­el. „Það get­ur verið lang­flott­asti fylgi­hlut­ur­inn.“

Theron var með ljóst hár í síðasta mánuði eins og sést á mynd­inni hér að ofan. Það var því ekki auðvelt að ná fram rétta litn­um en það tók nokkra daga að lita hárið. Hár­greiðslumaður­inn stytti líka hár leik­kon­unn­ar enn meira svo háls­mál kjóls­ins fengi að njóta sín. 

Hár leik­kon­unn­ar var til­búið nokkr­um dög­um fyr­ir Óskar­inn svo hún væri búin að venj­ast nýja út­lit­inu áður en hún mætti á rauða dreg­il­inn. 

Hálsmálið á kjól Charlize Theron fékk að njóta sín eftir …
Háls­málið á kjól Charlize Theron fékk að njóta sín eft­ir að hár henn­ar var klippt. mbl.is/​AFP
Charlize Theron í bláum kjól frá Dior með dökkt hár.
Charlize Theron í blá­um kjól frá Dior með dökkt hár. mbl.is/​AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda