Hárgreiðslukona Coopers kjaftar frá

Bradley Cooper og Irina Shayk voru vel til höfð á …
Bradley Cooper og Irina Shayk voru vel til höfð á Óskarnum. mbl.is/AFP

Bra­dley Cooper er með eitt fal­leg­asta hárið í Hollywood í dag. Það hefði þó ekki þótt við hæfi að mæta á Óskar­inn með ósnyrt skegg og fitugt hár eins og per­sóna hans Jackson Maine hefði gert. Þrátt fyr­ir það vottaði ör­lítið fyr­ir áhrif­um Maine á Óskarn­um enda Cooper þekkt­ur fyr­ir af­slappaðan hárstíl.

Ef þú vilt ná hárstíln­um í anda Coo­pers er gott að fara eft­ir ráðum sem hár­greiðslu­kona leik­ar­ans deildi með les­end­um Men's Health. Na­talia Bruschi er kon­an sem ber ábyrgð á hári Cooper. 

Bradley Cooper sem Jack Maine í myndinni A Star is …
Bra­dley Cooper sem Jack Maine í mynd­inni A Star is Born ásamt Lady Gaga.

Þvoðu hárið dag­inn áður

Bruschi mæl­ir með því að setja sjampó í hárið kvöldið áður og sofa svo á hár­inu blautu þannig að gott sé að vinna með það dag­inn eft­ir. 

Krem­kennt gel til að móta hárið

Bruschi not­ar krem­kennt gel til þess að móta hár Coo­pers. Nudd­ar hún krem­inu í lóf­ana og svo dreif­ir hún því jafnt í hárið, fyrst að aft­an­verðu, svo á koll­inn og hliðarn­ar og síðustu agn­irn­ar set­ur hún í topp­inn. Það síðasta sem hún vill sjá eru stór­ar kless­ur í miðju hár­inu að fram­an. 

Not­ar putt­ana í hárið

Til þess að láta hárið líta út eins af­slappað og það ger­ir hjá Cooper forðast Bruschi að nota greiður og hár­bursta. Seg­ist hún aðallega leika við hárið með fingr­um og hönd­um. 

Hár­sprey er bannað

Lyk­ill­inn hjá Cooper er að það er ekk­ert sem full­komn­ar hárið í lok­in. Bruschi seg­ir Cooper kunna best við hárið nátt­úru­legt og því er ekk­ert hár­sprey notað til þess að full­komna út­litið. Nauðsyn­legt er að renna hönd­un­um í gegn­um hárið til þess að dreifa ol­í­unni og efn­un­um vel. 

Hugsaðu vel um skeggið

Bruschi not­ar sér­stakt ser­um í skeggið sem hún not­ar einnig í hár Coo­pers og á húð hans. Seg­ir hún það gefa hár­inu raka og mýkja það. Því næst set­ur hún krem í skeggið sem nær­ir skeggið en mót­ar um leið. 

Snyrtu skeggið

Bruschi mæl­ir með að snyrta skeggið sam­dæg­urs enda þarf að snyrta skegg mun oft­ar svo formið haldi. 

Bradley Cooper.
Bra­dley Cooper. mbl.is/​AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda