Kim Kardashian West er góð í ýmsu en er þó ekki fullkomin þrátt fyrir að myndir af henni virðist oft sýna annað. Oft er búið að eiga við myndir Kardashian eins og kemur fram á vef Cosmopolitan. Myndvinnsluhæfileikar Kardashian hafa skánað með árunum en ýmislegt getur komið upp um hvernig átt hefur verið við myndir af henni.
Fyrir ári birti Kardashian mynd af sér á bílastæði. Þykir bíllinn fyrir aftan hana ansi undarlegur en líklegt er að búið sé að eiga við myndina. Stjarnan afskaði sig þó og sagði að aðdáandi hefði birt myndina fyrst, hann hefði líklega speglað upprunalegu myndina.
Kardashian birti mynd fyrir snyrtivörumerki sitt í haust. Í fyrstu virðist ekkert vera að myndinni en þegar myndin er borin saman við myndina sem hárgreiðslumaður hennar birti virðist stjarnan vera búin að eiga við augnlitinn.
Kardashian hefur verið sökuð um að borga svokölluðum götuljósmyndurum fyrir að breyta myndum af sér. Hér má sjá Instagram-notanda bera saman mynd af Kardashian við mynd frá aðdáanda. Virðist Kardashian vera mjórri á myndinni sem götuljósmyndari tók af henni.
Þetta snýst ekki alltaf um línurnar heldur líka húðlitinn en hann virðist vera eitthvað dekkri en vanalega á mynd frá árinu 2017. Kardashian sagðist hafa verið mjög brún þegar hún fór í myndatökuna auk þess sem hún kenndi myndatökunni um hvernig myndin kom út.
Einhverjir hafa sett spurningarmerki við hurðina við hliðina á Kardashian á mynd sem hún birti fyrir tæpu ári.
Kim Kardashian byrjaði að taka speglasjálfur og breyta myndum af sér og setja á samfélagsmiðla á undan flestum öðrum. Hér má sjá hana taka mynd af sér í spegli en hurðin fyrir aftan hana virðist vera eitthvað skrítin í laginu.
Kardashian hefur líka verið tekin við að breyta gamalli mynd af sér og nota sem auglýsingu. Verst að hún hélt ekki á neinu á eldri myndinni.