Svona lærir Meghan förðunartrixin

Meghan hertogaynja af Sussex.
Meghan hertogaynja af Sussex. mbl.is/AFP

Meghan hertogaynja hefur unnið með förðunarfræðingnum Daniel Martin í mörg ár en hertogaynjan er þekkt fyrir náttúrulegt útlit sitt. Martin segir í viðtali við breska blaðið Grazia að Meghan sé dugleg að skoða nýjustu strauma á netinu og bendir honum gjarnan á nýjar aðferðir. 

„Hún lætur mig fara á YouTube til þess að læra nýja hluti,“ sagði Martin í viðtalinu að því kemur fram á vef The Sun. „Ég fylgi þessari manneskju og þau gerðu þetta svona,“ segir Martin að Meghan segi honum og reynir hann að fylgja eftir bestu getu. 

Martin sást í nágrenni nýja heimilis Harry og Meghan í byrjun apríl en fram kemur í viðtalinu að hann fari ekki aftur heim til New York fyrr en 5. maí. Vilja sumir meina að hann muni farða Meghan fyrir myndatöku eftir að barn hertogahjónanna kemur í heiminn. 

Förðunarfræðingurinn farðaði Meghan á brúðkaupsdaginn en hann hafði áður greint frá því að vegna þess hversu upptekin þau voru gerðu þau ekki prufuförðun. Þau sendu skilaboð á hvort annað til þess að tala um förðunina fyrir stóra daginn og svo farðaði hann hana á náttúrulegan hátt þannig að Meghan og kjólarnir hennar fengu að njóta sín allan daginn. 

Daniel Martin farðaði Meghan á brúðkaupsdaginn hennar.
Daniel Martin farðaði Meghan á brúðkaupsdaginn hennar. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda