Forsetafrúin fyrrverandi Jackie Kennedy var ein best klædda kona síðustu aldar og hafa margar stjörnur sótt innblástur í hana í gegnum árin.
Jackie var gift John F. Kennedy sem var forseti Bandaríkjanna árin 1961-63 eða allt þar til hann var skotinn til bana 22. nóvember 1963. Jackie lifði allt fram til ársins 1994.
Forsetafrúr Bandaríkjanna eru iðulega vel klæddar og þykja miklar tískufyrirmyndir. Það byrjaði allt með Jackie sem lagði mikla áherslu á að koma vel fyrir. Hún var fyrsta forsetafrúin sem réð sér almannatengil. Í fjölmiðlum birtist hún sem hin fullkomna kona. Þau hjónin voru þekkt fyrir mikið glæsilíf og héldu iðulega veglegar veislur meðan á veru þeirra í Hvíta húsinu stóð.
Hún réð bandaríska tískuhönnuðinn Oleg Cassini til starfa hjá sér og kom hann að flestum dressum hennar.
Jennifer Lopez, Angelina Jolie, Michelle Obama, Katrín hertogaynja, Meghan hertogaynja, Gwyneth Paltrow og Amal Clooney hafa allar fengið lánaða blaðsíðu úr bók Jackie.
Í ferð til Kambódíu 1967.
skjáskot
Jennifer Lopez fékk innblástur frá Jackie Kennedy fyrir kjólinn sinn á Óskarsverðlaununum 2003. Kjóllinn er frá Valentino.
skjáskot
Á viðburði í Hvíta húsinu árið 1962. Jackie er hér í kjól frá Cassini.
skjáskot
Angelina Jolie í kjól innblásnum af Jackie Kennedy árið 2014.
AFP
Einkenni Jackie Kennedy var ermalaus kjóll og perlur um hálsinn.
skjáskot
Michelle Obama lék þann leik eftir í myndatöku í bláa herberginu í Hvíta húsinu árið 2009.
skjáskot
Á gullaldarárum Kennedy-fjölskyldunnar. Jackie stígur upp í Air Force One á leið til Palm Beach.
skjáskot
Katrín hertogaynja páskana 2017 með sambærilegan hatt og í svipaðri kápu.
AFP
Í ferð til Texas árið 1963. Þó ekki örlagaríku ferðinni.
skjáskot
Meghan hertogaynja í kjól með belti í júní 2018.
mbl.is/AFP
Í sumarfríi árið 1969 í Grikklandi.
skjáskot
Amal Clooney í svipuðu dressi.
skjáskot
Þessi kjóll Jackie var innblástur leikkonunnar Gwyneth Paltrow.
skjáskot
Gwyneth Paltrow sótti sér innblástur til Jackie fyrir Óskarsverðlaunin 2012.
Chris Pizzello