Margot Robbie er ung leikkona á uppleið. Hún er gift besta vini sínum; Tom Acerley. Robbie er ein af fáum konum í Hollywood sem dreymir um að framleiða eigin kvikmyndir og gerir það, að sögn Nicole Kidman sem kemur frá Ástralíu líkt og Robbie. Ef Robbie líka ekki persónur sem hún á að leika á hún það til að hringja í leikstjórann og segja: Ég á erfitt með að leika einfalt fólk, getur þú bætt við fleiri lögum í persónuna sem ég á að túlka?
Þetta gerir hún í flæði við fólk og umhverfið og tekur sjaldan nei fyrir svar. Hún fékk hlutverkið í Once Upon a Time in Hollywood með því að skrifa Quinten Tarantino. Sjálfsvirðing hennar og þroski er öðrum leikurum til fyrirmyndar. Þetta kemur fram á vef Vogue nýverið.
Það sama má segja um söguna á bak við hvernig hún og eiginmaður hennar kynntust. Hún bauð Acerley og nokkrum fleiri aðstoðarleikstjórum í partý til sín. Þau skemmtu sér fram á nótt og daginn eftir þegar hún þurfti að gera sig til fyrir The Golden Globes ræddi hún við þessa nýju vini sína og spurði: „Væri ekki dásamlegt ef við myndum bara búa öll saman?“
Nokkru seinna leigði hópurinn sér hús í London og stofnaði framleiðslufyrirtækið LuckyChap. Acerley og Robbie urðu par og giftu sig tveimur árum seinna, árið 2016.
„Það er æðislegt að vinna með maka sínum. Við getum talað um vinnuna allan daginn og þá er vinnan skemmtilegri. Það á að vera gaman í vinnunni,“ segir hún og bætir við: „Okkur kemur bara svo vel saman. Í raun finnst mér galið þegar hjónum kemur illa saman. Ég sé það ekki alveg fyrir mér.“
Ef þú vilt fara eftir ráðum hennar ættir þú að giftast besta vini þínum og vera sem mest með honum þannig að vinnan verði skemmtilegri og lífið betra.