Einstakur stíll Caroline de Maigret

Caroline de Maigret er tískufyrirmynd margra. Hún er með rokkaðan …
Caroline de Maigret er tískufyrirmynd margra. Hún er með rokkaðan fatastíl enda starfar hún sem tónlistarframleiðandi og fyrirsæta.

Fyrirsætan Caroline de Maigret er tískufyrirmynd um víða veröld. Hún er andlit vöruhúsa á borð við Chanel og Lancôme. Hún er með rokkaðan franskan stíl sem er eftirsóttur um víða veröld. 

Eftirfarandi atriði eru í hennar anda þegar kemur að tískunni:

Dragtir

Caroline de Maigret er einstaklega góð í að velja fallegar dragtir. Einkennismerki hennar er að vera í litlum fatnaði undir drögtunum. Þá sér í lagi þegar hún er að klæða sig upp á. Að velja stóran fallegan skartgrip sem tekur athyglina frá nektinni er mjög einstakt, lágstemmd förðun og náttúrulegt hárið setja síðan punktinn yfir i-ið.

View this post on Instagram

🐚 by @cdmdiary

A post shared by Caroline de Maigret 🇫🇷 (@carolinedemaigret) on Jul 30, 2019 at 3:06am PDT

Hvítur fatnaður

Caroline de Maigret klæðist oftar en ekki hvítum fatnaði. Hún leitast við að vera í lausum, frjálslegum fatnaði og er þá vanalega í hvítu frá toppi til táar.

Með þessu notar hún svarta liti, gyllta skartgripi og náttúrulega förðun. 

Herralegur fatnaður

Caroline de Maigret er einstaklega kvenleg, en hún nær betur en margir aðrir að klæða sig í sígildan fatnað sem minnir á herratískuna, án þess að missa þetta „effortless chick“ útlit. 

Náttúrulegir litir, fallega sniðnir jakkar og samfestingar er eitthvað sem einkennir hennar fatastíl hversdagslega.

View this post on Instagram

Yesterday, without the dog 🐶 #MenFashionWeek Photo @josephjp12

A post shared by Caroline de Maigret 🇫🇷 (@carolinedemaigret) on Jun 19, 2019 at 6:23am PDT

Förðun

Caroline de Maigret er alltaf með lágstemmda förðun. Hún leggur áherslu á að vera með fallega málaðar náttúrulegar varir. Förðun þar sem húðin nær í gegn og fallegur maskari en hennar aðalsmerki. 

Fylgihlutir

Þegar kemur að fylgihlutum er Caroline de Maigret óhrædd við að nota alls konar náttúrusteina, liti og ólík form. Þessi stíll á sérlega vel við klassískan fatnað, lágstemmda liti í fatnaði og náttúrulega förðun. 

Að leyfa sér liti og form þegar kemur að skartgripum er eitthvað sem hún er þekkt fyrir.

View this post on Instagram

regram @goossens_paris

A post shared by Caroline de Maigret 🇫🇷 (@carolinedemaigret) on Feb 21, 2019 at 12:20am PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda