Melania í bol af Donald Trump?

Melania Trump kom heim úr ferðalagi með fjölskyldunni í hvítum …
Melania Trump kom heim úr ferðalagi með fjölskyldunni í hvítum stuttermabol. mbl.is/AFP

Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, kom heim í Hvíta húsið úr tveggja vikna sumarfríi með eiginmanni sínum Donald Trump og syni þeirra Barron Trump á sunnudaginn. Að vanda var frú Trump fín í tauinu en hvítur stuttermabolur sem hún klæddist hefur þó vakið athygli. 

Melania Trump var í fallegu grænu pilsi og háum hælum með blómamynstri frá Christian Louboutin. Hvíti bolurinn kom á óvart enda er frú Trump vön að klæðast aðsniðnum hönnunarflíkum hvert sem hún fer. Hvíti sniðlausi bolurinn stingur því í stúf þegar litið er yfir fatastíl Melaniu og vill meðal annars blaðamaður Yahoo Lifestyle meina að Melania hafi aldrei áður sést í hvítum stuttermabol sem forsetafrú. 

Einhver gæti mögulega haldið að bolurinn væri frá eiginmanni hennar, sjálfum forseta Bandaríkjanna. Hver kannast annars ekki við að stela fötum frá ferðafélaganum þegar löngu ferðalagi er að ljúka og öll fötin orðin skítug?

Þrátt fyrir að margar konur steli fötum frá mönnum sínum, bræðrum og feðrum er líklegt að hvíti bolurinn sem Melania var í hafi verið frá fínu merki. Uppábrotið á ermunum gefur að minnsta kosti til kynna að bolurinn hafi verið eitthvað meira en bara bolur sem ætlaður er undir skyrtur.

Stíll Melaniu var afslappaður.
Stíll Melaniu var afslappaður. mbl.is/AFP
Hér sést uppábrotið á bolnum.
Hér sést uppábrotið á bolnum. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda