Melania í bol af Donald Trump?

Melania Trump kom heim úr ferðalagi með fjölskyldunni í hvítum …
Melania Trump kom heim úr ferðalagi með fjölskyldunni í hvítum stuttermabol. mbl.is/AFP

For­setafrú Banda­ríkj­anna, Mel­ania Trump, kom heim í Hvíta húsið úr tveggja vikna sum­ar­fríi með eig­in­manni sín­um Don­ald Trump og syni þeirra Barron Trump á sunnu­dag­inn. Að vanda var frú Trump fín í tauinu en hvít­ur stutterma­bol­ur sem hún klædd­ist hef­ur þó vakið at­hygli. 

Mel­ania Trump var í fal­legu grænu pilsi og háum hæl­um með blóma­mynstri frá Christian Lou­bout­in. Hvíti bol­ur­inn kom á óvart enda er frú Trump vön að klæðast aðsniðnum hönn­un­ar­flík­um hvert sem hún fer. Hvíti sniðlausi bol­ur­inn sting­ur því í stúf þegar litið er yfir fata­stíl Mel­aniu og vill meðal ann­ars blaðamaður Ya­hoo Li­festyle meina að Mel­ania hafi aldrei áður sést í hvít­um stutterma­bol sem for­setafrú. 

Ein­hver gæti mögu­lega haldið að bol­ur­inn væri frá eig­in­manni henn­ar, sjálf­um for­seta Banda­ríkj­anna. Hver kann­ast ann­ars ekki við að stela föt­um frá ferðafé­lag­an­um þegar löngu ferðalagi er að ljúka og öll föt­in orðin skít­ug?

Þrátt fyr­ir að marg­ar kon­ur steli föt­um frá mönn­um sín­um, bræðrum og feðrum er lík­legt að hvíti bol­ur­inn sem Mel­ania var í hafi verið frá fínu merki. Upp­á­brotið á ermun­um gef­ur að minnsta kosti til kynna að bol­ur­inn hafi verið eitt­hvað meira en bara bol­ur sem ætlaður er und­ir skyrt­ur.

Stíll Melaniu var afslappaður.
Stíll Mel­aniu var af­slappaður. mbl.is/​AFP
Hér sést uppábrotið á bolnum.
Hér sést upp­á­brotið á boln­um. mbl.is/​AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda