Stjörnulýtalæknir segir fólk vilja Kardashian-rass

Kim Kardashian birti þessa mynd af sér á Instagram. Afturendi …
Kim Kardashian birti þessa mynd af sér á Instagram. Afturendi hennar er eftirsóttur. skjáskot/Instagram

Bandaríski lýtalæknirinn Paul Nassif er ekki bara læknir heldur raunveruleikastjarna líka. Hann veit eitt og annað um lýtalækningar og segir í viðtali við Hello að rassastækkanir séu heitustu lýtaaðgerðirnar í Bandaríkjunum þökk sé Kim Kardashian. 

Lýtalæknirinn segir rassastækkanir hafa verið vinsælar síðustu þrjú til fjögur ár. „Þjóhnappar Kim Kardashian eru mjög vinsælir,“ segir Nassif. Hann áréttar í leiðinni að ef aðgerðir sem þessar séu gerðar illa geti fólk dáið. 

Rass Kim Kardashian er þó ekki það eina sem er í tísku en Nassif segir fólk einnig biðja um að líta út eins og það er þegar það notar svokallaða „filtera“ á samfélagsmiðlum. Hann segir fólk sýna myndir af sér sem það hefur breytt og segjast vilja líta þannig út. 

„En oft er það ekki raunsætt. Í gamla daga kom það með mynd af stjörnu og bað um nef eða augu þeirra. Þetta er að minnsta kosti þau sjálf núna. En mjög margir sjúklingar gera of mikið,“ sagði Nassif um þessa tísku. 

Það er alltaf vinsælt að fá sér bótox og segir hann fólk sem fær sér bótox vera að yngjast. Áður fyrr var fólk kannski aðeins komið yfir þrítugt en nú er fólk frá 25 ára aldri byrjað að fá sér bótox en minna í einu.  

Þrátt fyrir að vinna við lýtalækningar mælir hann ekki með lýtalækningum fyrir alla. Segir hann fólk verða að hafa góða ástæðu. Eitthvað sem fólk hafur alltaf verið ósátt við líkama sinn segir hann góða ástæðu. Hann segir ekki góða ástæðu að fara til lýtalæknis til þess að fá vinnu eða til þess að gera makann ánægðan. 

Kim Kardashian.
Kim Kardashian. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál