Hreinsar 10 plastpoka með einum farða

GOSH Copenhagen kom með nýjan farða á markaðinn sem notar …
GOSH Copenhagen kom með nýjan farða á markaðinn sem notar endurunnið plast úr hafinu í umbúðirnar.

Það er óhætt að segja að GOSH Copenhagen sé að slá í gegn með nýjasta farða sínum sem nefnist Dextreme. Formúlan er góð en það sem allir eru að tala um eru umbúðirnar sem gerðar eru úr plasti hreinsuðu úr hafinu. Stefna GOSH Copenhagen er að koma með fleiri snyrtivörur á markað úr endurnýttu plasti sem hreinsað hefur verið úr hafinu og stuðla þannig að umhverfisvænni snyrtivörum. 

Helstu upplýsingar um GOSH Copenhagen Dextreme Full Coverage Foundation:

  • Fullþekjandi farði með satín-mattri áferð.
  • Ein flaska er gerð úr 40% endurunnu plasti úr hafinu (Ocean Waste Plastic).
  • Það þýðir að í hverjum umbúðum felast 10 plastpokar sem hreinsaðir hafa verið úr hafinu.
  • Formúlan er ilmefnalaus, vegan og ekki prófuð á dýrum. 

Hvað er Ocean Waste Plastic?  

Plastmengun í hafinu er eitt alvarlegasta umhverfisvandamál samtímans og því var það fagnaðarefni þegar danska fyrirtækið Pack Tech fór að endurvinna plast sem flaut um í hafinu og það notað aftur í umbúðir. Þegar hafa 1.400 tonn verið hreinsuð úr hafinu en það er síðan flokkað eftir gerð og lit áður en það er endurunnið. 

OWP (Ocean Waste Plastic) er jafngott og hefðbundið plast. Þegar OWP er endurunnið losar verksmiðjan 56% minna koltvíoxíð en við hefðbundna plastframleiðslu og 85% minni orka er notuð við framleiðsluna. GOSH Copenhagen notar 40% OWP í umbúðir Dextreme-farðans en það jafngildir 10 plastpokum sem hreinsaðir voru úr hafinu og notaðir í umbúðir hvers og eins farða. Einungis tvö fyrirtæki í snyrti- og hárvörubransanum nota OWP en það eru GOSH Copenhagen og ástralska hárvörumerkið Kevin.Murphy. Fleiri fyrirtæki eru nú farin að skoða notkun á OWP í umbúðir sínar. 

Í myndbandi sem GOSH Copenhagen lét gera um OWP koma fram óhugnanlegar staðreyndir um stöðu hafsins. Það er skylda hvers lesanda að kynna sér málið nánar og leggja sitt af mörkum til að takmarka framleiðslu plasts í heiminum. Á meðan þú gefur þér þrjár mínútur til að horfa á myndbandið hér fyrir neðan hafa verið framleiddar þrjár milljónir plastpoka á sama tíma.

En hvernig er farðinn sjálfur?

Danska snyrtivörumerkið er þekkt fyrir mildar og ilmefnalausar snyrtivörur en farði frá merkinu hefur notið talsverðra vinsælda hér á landi undanfarin ár. Sjálf nota ég reglulega Foundation Drops frá GOSH Copenhagen þar sem viðkvæm húð mín þolir efnið vel. Dextreme-farðinn er einnig mildur og sýndi húð mín engin neikvæð viðbrögð. 

Kostir:
Farðinn var auðveldur í notkun og kom best út þegar ég notaði eina pumpu yfir allt andlitið. GOSH talar um fulla þekju en að mínu mati er um að ræða miðlungs til fulla þekju, sem betur fer því það er ansi vandasamt fyrir óreynda leikmenn að vinna með algjörlega fulla þekju. Áferðin var mjög falleg, meira satín en mött. Þessi áferð ætti því að henta flestum aldurshópum og húðgerðum þar sem mér fannst hann mjúkur og þægilegur við ásetningu. Ég meira að segja hugsaði með mér að formúlan slægi við sumum af talsvert dýrari förðum sem í boði eru á markaðnum. 

Ókostir:
Farðinn er vissulega endingargóður en mér fannst ég samt þurfa smá laust púður yfir hann svo hann færðist ekki til. Farðinn kemur eingöngu í fjórum litatónum og það væri gaman að sjá fjölbreyttara litaúrval svo fleiri gætu prófað hann. 

Hér fyrir neðan má sjá YouTube-notandann Cruelty-Free Becky prófa Dextreme-farðann:


Þetta er frábært framtak hjá GOSH Copenhagen og gerir snyrtivörumerkið að brautryðjanda á sviði umhverfisvænni snyrtivöruheims. Plastmengun hafsins er óhugnanleg og það veitir eilítinn sálarfrið að geta keypt sér snyrtivöru sem hjálpar til við hreinsun hafsins.

Fylgstu með á bak við tjöldin:
Instagram: @snyrtipenninn
Facebook: Snyrtipenninn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda