Þorir þú í svarta glossið?

Haustlína Chanel í ár nefnist Noir et Blanc og byggir …
Haustlína Chanel í ár nefnist Noir et Blanc og byggir á auðkennandi litum franska tískuhússins.

Fylgjendur Smartlands á Instagram vita að enginn starfsmaður svaraði í símann á meðan farið var yfir haustlínu Chanel þetta árið. Þessi ofursvala snyrtivörulína byggist á tveimur auðkennandi litum tískuhússins: svörtum og hvítum. Ljós, skuggi, birta og ljómi eru orð sem lýsa snyrtivörunum vel en satt best að segja kom Chanel mér í opna skjöldu með haustlínu sinni í ár. Vissulega hlupu safnararnir af stað til að ná sér í eintak af snjóhvítum Chanel-umbúðunum en ég þurfti svolítinn tíma til að átta mig á því hvernig skyldi nota vörurnar. Svart gloss? Hvítur augnblýantur? Gel með glimmeri? En hvað er ég að efast um Chanel. Ég lét vaða og útkoman var mjög nútímaleg og jafnvel munúðarfull.

Leikkonan Kristen Stewart er andlit haustlínu Chanel í ár.
Leikkonan Kristen Stewart er andlit haustlínu Chanel í ár.

Noir et Blanc nefnist haustlína Chanel en svartur og hvítur voru gerðir að ígildi fágunar og tímaleysis af Gabrielle Chanel á sínum tíma. Sjálf sagði hún að svartur byggi yfir öllu, hvítur líka, og fegurð þeirra væri algjör. Þessir tveir litir væru hin fullkomna tvenna. 

Augu

Í raun inniheldur línan bæði áberandi vörur fyrir augu og varir en byrjum á að skoða hvað er í boði fyrir augnförðunina. Tvær augnskuggapallettur eru í boði sem innihalda fjóra liti. Noir Supreme (332) býr yfir hlýrri tónum á meðan Modern Glamour (334) einkennist af silfurlituðum, hvítum og svörtum tónum.

Innan haustlínunnar má bæði finna augnskuggapallettur og staka augnskugga.
Innan haustlínunnar má bæði finna augnskuggapallettur og staka augnskugga.

Tveir stakir augnskuggar, Ombre Premiere Top Coat, spila stórt hlutverk til að auka ljóma  augnanna. Nota má þá sér eða yfir aðra liti. Stylo Yeux Waterproof-augnblýantarnir eru á sínum stað og koma í svörtum lit og hvítum. Þetta er á meðal bestu augnblýantanna á markaðnum og hvíti liturinn er fullkominn á vatnslínu augnanna til að stækka augun og gera þau bjartari. Einn af uppáhaldsmöskurum okkar Smartlandskvenna er í boði í sérlega svörtum lit svo ef þú hefur ekki áður prófað Le Volume De Chanel-maskarann er tími til kominn.

Chanel Ombre Premiére Top Coat í litunum Pénombre (327) og …
Chanel Ombre Premiére Top Coat í litunum Pénombre (327) og Carte Blanche (317).
Chanel Stylo Yeux Waterproof augnblýantarnir koma í tveimur litum: Blanc …
Chanel Stylo Yeux Waterproof augnblýantarnir koma í tveimur litum: Blanc Graphique (949) og Noir Intense (88).
Chanel Le Volume De Chanel-maskarinn kemur í extra svörtum lit …
Chanel Le Volume De Chanel-maskarinn kemur í extra svörtum lit innan haustlínunnar.

Varir

Nú eykst spennan en Chanel færir ekki svo gott sem svart gloss í þessari haustlínu sinni. Glossið er ekki alveg svart heldur er þetta mjög djúpur vínrauður litur sem vissulega má nota einan og sér eða yfir aðra liti til að dýpka þá á vörunum. Að sjálfsögðu kemur svo glært gloss með glimmerögnum í fullkominni mótstöðu við dökka litinn.

Dökkt og ljóst gloss skapa skemmtilegar andstæður.
Dökkt og ljóst gloss skapa skemmtilegar andstæður.
Chanel Rouge Coco Gloss í litunum Crystal Clear (814) og …
Chanel Rouge Coco Gloss í litunum Crystal Clear (814) og Laque Noire (816).

Rouge Allure Liquid Powder er skemmtileg formúla og eins og nafnið gefur til kynna er þetta fljótandi púður sem veitir vörunum algjörlega mattan lit. Báðir litirnir eru sérlega fallegir. Rouge Allure Velvet Powder eru síðan hefðbundnari varalitaformúlur með mattri áferð og eru í boði tveir litir sem henta vel fyrir haustið.

Tvö fljótandi varapúður og tveir mattir varalitir eru innan línunnar …
Tvö fljótandi varapúður og tveir mattir varalitir eru innan línunnar en allir litirnir eru sérlega fallegir fyrir haustið.

Neglur

Þeir sem safna Chanel-naglalakki ættu að hafa gaman af hinu hvítu og svarta naglalakki sem í boði er þetta haustið. Það kemur í takmörkuðu upplagi.

Svörtu og hvítu naglalökkin frá Chanel ættu að gleðja safnara …
Svörtu og hvítu naglalökkin frá Chanel ættu að gleðja safnara sem stilla þeim upp sem stofudjásnum.

Ljómi

Chanel Le Gel Pailleté er glæný vara sem kemur í takmörkuðu upplagi. Gelkennd formúlan bráðnar á húðinni og veitir henni ljóma. Þetta má nota til dæmis á kinnbein, bringu, axlir og á þá staði sem þú vilt fá aukinn ljóma á. 

Chanel Le Gel Pailleté er gelkennd formúla sem veitir húðinni …
Chanel Le Gel Pailleté er gelkennd formúla sem veitir húðinni ljóma þar sem þú vilt hann.

Hvað stóð upp úr? 

Þegar við fórum yfir línuna var Ombre Premiere Top Coat í litnum Carte Blanche mjög vinsæll sem og augnblýantarnir og maskarinn. Báðir varalitirnir og fljótandi varapúðrið kom frábærlega út og glæra glossið. Svarta glossið og ljómagelið voru vörur sem okkur þóttu mjög áhugaverðar en erum ennþá aðeins að læra inn á. Aðrar vörur komu vel út og standa sannarlega undir væntingum. Það er samt mjög gaman að prófa „svart“ gloss svo við hvetjum lesendur til að kynna sér málið. 

Fylgstu með á bak við tjöldin:

Instagram: @snyrtipenninn
Facebook: Snyrtipenninn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda