Sundhöll Hafnarfjarðar hefur aldrei verið svona

Alexander Sigurður Sigfússon og Kolbrún Anna Vignisdóttir.
Alexander Sigurður Sigfússon og Kolbrún Anna Vignisdóttir.

Það verður að teljast frumlegt hjá starfsfólki Yves Saint Laurent á Íslandi að bjóða í veislu í Sundhöllinni til að kynna nýtt ilmvatn. Eflaust voru ekki allir boðsgestir vissir í hverju ætti að mæta en sumir hugsuðu eflaust um að mæta í sundbol undir kjólnum eða jafnvel í blautbúningi. Veislugestir héldust þó flestir þurrir og mættu í sínu fínasta pússi til að kynna sér nýjasta ilmvatnið frá Yves Saint Laurent sem nefnist Libre. 

Rauður dregill og kertaljós beið gesta við komu í Sundhöll …
Rauður dregill og kertaljós beið gesta við komu í Sundhöll Hafnarfjarðar.

Fyrir framan inngang Sundhallarinnar var rauður dregill og kertaljós í klettunum og tekið var vel á móti gestum. Þegar inn var komið gengu gestir til hægri, í karlaklefann, þar sem voru bakkar með jarðarberjum og ilmvatnið sjálft var frumsýnt. Breska söngkonan Dua Lipa er andlit ilmvatnsins og því myndir af henni áberandi. 

Rebekka Hnikarrsdóttir og Ástrós Sigurðardóttir buðu gesti velkomna með armböndum …
Rebekka Hnikarrsdóttir og Ástrós Sigurðardóttir buðu gesti velkomna með armböndum sem ilmuðu af nýja Libre ilmvatninu.
Fanney Dóra Veigarsdóttir og Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir.
Fanney Dóra Veigarsdóttir og Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir.
Karlaklefi Sundhallarinnar fékk nýtt hlutverk þetta kvöldið.
Karlaklefi Sundhallarinnar fékk nýtt hlutverk þetta kvöldið.


Í sturtuklefanum var búið að raða upp glæsilegum veitingum í föstu og fljótandi formi en það var skemmtileg upplifun fyrir gesti að snæða í rými sem almennt er notað undir allt annað. Þaðan var gengið til sundlaugarinnar og var stemningin góð, falleg lýsing og sjálfur stökkpallurinn var notaður sem svið fyrir ræðuhöld. Söngkonan Elín Sif tók þrjú lög af væntanlegri plötu. 

Boðið var upp á veitingar í fljótandi formi.
Boðið var upp á veitingar í fljótandi formi.
Glæsilegar veitingar voru framreiddar í karlaklefa Sundhallarinnar.
Glæsilegar veitingar voru framreiddar í karlaklefa Sundhallarinnar.
Gestir tóku vel í nýtt hlutverk sturtuklefans.
Gestir tóku vel í nýtt hlutverk sturtuklefans.
Þórunn Sif Þórarinsdóttir, Rebekka Einarsdóttir, Jóhanna Helga Jensdóttir og Sunneva …
Þórunn Sif Þórarinsdóttir, Rebekka Einarsdóttir, Jóhanna Helga Jensdóttir og Sunneva Eir Einarsdóttir.
Það kom mjög vel út að kynna nýtt ilmvatn í …
Það kom mjög vel út að kynna nýtt ilmvatn í Sundhöll Hafnarfjarðar.


Yves Saint Laurent Libre Eau de Parfum er glænýtt ilmvatn frá franska tískuhúsinu og flokkast sem austurlenskur ilmur. Lofnar- og appelsínublóm blandast djörfum moskus í þessu ilmvatni sem tískuhúsið segir vera fyrir þá sem lifa eftir eigin reglum. Libre þýðir einmitt frelsi á frönsku. Ilmvatnsflaskan er sérlega glæsileg og tímalaus en gyllt YSL-lógóið er vafið um hana. Libre frá Yves Saint Laurent mun sóma sér vel á öllum snyrtiborðum.

Erla Kolbrún og Andrea Magnúsdóttir.
Erla Kolbrún og Andrea Magnúsdóttir.
Allir gestir voru leystir út með gjöfum.
Allir gestir voru leystir út með gjöfum.
Aldís Pálsdóttir, Björg Alfreðsdóttir og Ragnhildur Aðalsteinsdóttir.
Aldís Pálsdóttir, Björg Alfreðsdóttir og Ragnhildur Aðalsteinsdóttir.
Alexander Sigurður og Kolbrún Anna skemmtu sér konunglega.
Alexander Sigurður og Kolbrún Anna skemmtu sér konunglega.
Starfsmenn Yves Saint Laurent á Íslandi.
Starfsmenn Yves Saint Laurent á Íslandi.






mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda