Þetta notaði Hildur á rauða dreglinum

Hildur Guðnadóttir var glæsileg á Óskarsverðlaununum sem fram fóru um …
Hildur Guðnadóttir var glæsileg á Óskarsverðlaununum sem fram fóru um síðastliðna helgi. Hún var förðuð af Karim Sattar með vörum frá Dr. Hauschka. AFP

„Við hittumst á rauða dreglinum á Golden Globe-verðlaununum og við náðum strax vel saman. Hún sagði mér að hún væri mikill aðdáandi Dr. Hauschka og notaði vörurnar mikið og ég sagði henni að ég elskaði tónlistina hennar. Eftir þessi fyrstu kynni höfum við unnið saman,“ segir Karim Sattar, alþjóðlegur förðunarfræðingur snyrti- og húðvörumerkisins Dr. Hauschka. Hann er maðurinn á bak við sérlega fallegar farðanir Hildar Guðnadóttur, tónskálds, á verðlaunahátíðunum sem fram hafa farið undanfarið og nú síðast sá hann til þess að Hildur liti sem best út á Óskarsverðlaununum þar sem hún hlaut hin eftirsóttu verðlaun fyrst Íslendinga. 

Karim Sattar og Hildur Guðnadóttir eftir Golden Globe-verðlaunin.
Karim Sattar og Hildur Guðnadóttir eftir Golden Globe-verðlaunin.
Hildur og Sattar fyrir Grammy-verðlaunin.
Hildur og Sattar fyrir Grammy-verðlaunin.

Umhverfismál og dýravernd skipta Hildi máli

Þegar kemur að förðun fyrir rauða dregilinn skiptir máli að nota skotheldar snyrtivörur. Yfirleitt er ekki hugsað um mikið annað en að líta vel út Hildur lét ekki þar við sitja. „Hún er meðvituð um merkin sem hún vinnur með þar sem umhverfismál og dýravernd skipta hana miklu máli,“ útskýrir Sattar enda ekki oft sem náttúrulegar snyrtivörur verða fyrir valinu fyrir kvöld á rauða dreglinum.

Dr. Hauschka þarf vart að kynna fyrir Íslendingum enda hefur merkið notið mikilla vinsælda hér á landi um áraraðir. Vörurnar eru framleiddar af þýska náttúrulyfjafyrirtækinu Wala, sem hefur framleitt náttúrulyf frá árinu 1935, stofnað af efnafræðingnum dr. Rudolf Hauschka. Árið 1962 leitaði hann til snyrtifræðings að nafni Elisabeth Sigmund við að þróa snyrtivörur sem byggðu á sama grunni og hugmyndafræði heildrænnar hugsunar, sem framleiðsla náttúrulyfjanna gerði. Hugmyndafræðin, ásamt hreinum lífænum innihaldsefnum og sérstakri ræktun og meðhöndlun jurtanna, er það sem gerir Dr. Hauschka sérstakar. Þar er byggt á þeirri hugsun að manneskjan sé heild og heilbrigði skapi fegurð, vellíðan stuðli að fallegu útliti og heilbrigð húð sé sama og falleg húð óháð aldri.

Þessar vörur notaði Sattar á Hildi

Árið 1999 komu fyrstu snyrtivörur Dr. Hauschka á markað en snyrtivörulínan var algjörlega endurhönnuð fyrir þremur árum síðan og tókst sérlega vel til. Ágæti snyrtivaranna endurspeglast á andliti Hildar þar sem Sattar notar vörurnar eingöngu í förðunum sínum. Við fengum Sattar til að deila með lesendum Smartlands hvaða vörur frá Dr. Hauschka hann notaði á Hildi fyrir Óskarsverðlaunin. 

Húðin og farði:

Húðin var fyrst undirbúin með Rejuvenating Mask, Clarifying Face Toner, Eye Solace og að lokum var Rose Day Cream Light borið á húð Hildar.

Rose Day Cream Light frá Dr. Hauschka var notað á …
Rose Day Cream Light frá Dr. Hauschka var notað á húð Hildar fyrir förðunina.

Næst var farðinn frá Dr. Hauschka í lit 01 notaður til að jafna húðlitinn ásamt hyljaranum, fasta púðrinu og að lokum Colour Correcting Powder. 

Dr. Hauschka Foundation.
Dr. Hauschka Foundation.
Dr. Hauschka Concealer.
Dr. Hauschka Concealer.
Dr. Hauschka Colour Correcting Powder.
Dr. Hauschka Colour Correcting Powder.

Kinnalitur og sólarpúður:

Til að fá aukna hlýju í andlitið og mótun notaði Sattar sólarpúðrið frá Dr. Hauschka ásamt kinnalitatvennu í lit 02. 

Dr. Hauschka Bronzing Powder.
Dr. Hauschka Bronzing Powder.
Dr. Hauschka Blush Duo í litnum Dewy Peach (02).
Dr. Hauschka Blush Duo í litnum Dewy Peach (02).


Augnförðun:

Sattar notaði augnskuggapallettu í litnum Amethrine í augnförðun Hildar ásamt stökum augnskugga í litnum Golden Quartz. Augnblýantur í litnum Taupe og varalitablýantur í litnum Mahogany voru notaðir til að móta augun frekar ásamt fljótandi augnlínufarða í lit 01 og að lokum Volume Mascara á augnhárin. Augabrúnirnar voru mótaðar með Eye & Brow Palette og Eyebrow & Lash Gel. 

Dr. Hauschka Eyeshadow Trio í litnum Amethrine (03).
Dr. Hauschka Eyeshadow Trio í litnum Amethrine (03).
Dr. Hauschka Eye & Brow Palette.
Dr. Hauschka Eye & Brow Palette.


Varir:

Á varir Hildar notaði Sattar fyrst varalitablýant í lit 02 til að móta útlínur þeirra og bar Sheer Lipstick í lit 02 yfir þær. 

Dr. Hauschka Sheer Lipstick í litnum Rosanna (02).
Dr. Hauschka Sheer Lipstick í litnum Rosanna (02).
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda