Steldu stíl Ölmu Möller landlæknis

Fallegar skyrtur eru áberandi í fataskáp Ölmu Möller landlæknis.
Fallegar skyrtur eru áberandi í fataskáp Ölmu Möller landlæknis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alma Dagbjört Möller landlæknir hefur verið áberandi undanfarnar vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Alma hefur vakið sérstaka athygli fyrir fallegan og klassískan klæðaburð á daglegum blaðamannafundum. Nokkur umræða hefur átt sér stað um fatnað hennar bæði á samfélagsmiðlum og kaffistofum landsins. 

Alma hefur klæðst nokkrum flíkum frá sænska merkinu Stenströms á blaðamannafundunum undanfarnar vikur. Merkið á sér yfir 100 ára gamla sögu og fæst meðal annars í Hjá Hrafnhildi. Ekki er ólíklegt að Alma hafi kynnst merkinu í Svíþjóð en þar bjó hún og starfaði um tíma. 

mbl.is/​Sig­urður Unn­ar

Alma vakti sérstaka athygli þegar hún klæddist fallegri herðaslá með gylltum tölum um helgina. Á vef Stenströms má finna herðaslána, sem er úr 100 prósent merinóull. Flíkin kostar 289 evrur eða um 45 þúsund á gengi dagsins í dag.

Herðaslá frá Stenströms
Herðaslá frá Stenströms ljósmynd/Stenstroms.com

Í vefversluninni má finna margar skyrtur með fallegum slaufum rétt eins og Alma er vön að klæðast. Verslunin Hjá Hrafnhildi selur vörur sænska merkisins á Íslandi og má til að mynda finna fallega skyrtu í vefverslun búðarinnar með fallegri slaufu í anda þess sem Alma klæðist. Kostar sú skyrta 39.980. 

Skyrta frá Sandströms í anda Ölmu landlæknis.
Skyrta frá Sandströms í anda Ölmu landlæknis. skjáskot/Hjá Hrafnhildi

Alma tók við landlæknisembættinu fyrir tæpum tveimur árum og þegar myndasafn mbl.is og Morgunblaðsins er skoðað kemur afgerandi fatastíll hennar bersýnilega í ljós. 

Alma í bláum jakkafatajakka og hvítri skyrtu með slaufu.
Alma í bláum jakkafatajakka og hvítri skyrtu með slaufu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Alma Möller landlæknir árið 2019 í teinóttum jakkafatajakka og hvítri …
Alma Möller landlæknir árið 2019 í teinóttum jakkafatajakka og hvítri skyrtu með áberandi slaufu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Alma í svörtum jakkafatajakka og í hvítri skyrtu með svörtum …
Alma í svörtum jakkafatajakka og í hvítri skyrtu með svörtum köntum og auðvitað slaufu. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Alma D. Möller landlæknir í afar fallegri blárri dragt og …
Alma D. Möller landlæknir í afar fallegri blárri dragt og skyrtu með svartri slaufu árið 2018. mbl.is/Eggert
Blússan Hagi frá Farmers Market smellpassar fyrir þig ef þú …
Blússan Hagi frá Farmers Market smellpassar fyrir þig ef þú vilt stela stílnum hennar Ölmu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda