Ásta á Beautybar snýr vörn í sókn

Hér eru Brynjar og Ásta ásamt Simba sem starfar á …
Hér eru Brynjar og Ásta ásamt Simba sem starfar á Beautybar. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Ásta Bjartmarz eigandi hárgreiðslustofunnar Beautybar í Kringlunni ætlar að snúa vörn í sókn þrátt fyrir að þau geti ekki klippt eða litað hár á fólki. Þau eru með opið og ætla að bjóða upp á fría heimsendingarþjónustu. 

„Við að sjálfssögðu lokuðum fyrir alla hárþjónustu hjá okkur kl 00:00, 23. mars eins og lög sögðu til um. Beautybar verslunin verður hinsvegar opin þó með breyttum opnunartíma sem verður frá kl 11-18 mánudaga til laugardaga. 

Ásta Bjartmarz.
Ásta Bjartmarz.

Við erum í tæplega 300 fm húsnæði í Kringlunni sem er mjög rúmgott og opið rými svo það er nægt pláss til að uppfylla öll skilyrði sem hafa verið sett verslunum. Í fyrsta sæti er auðvitað öryggi og heilbrigði starfsfólks og viðskiptavina og að 2 metra reglan og fjöldatakmörkun sé virt. Við erum með spritt uppivið og sótthreinsum alla snertifleti á milli viðskiptavina. Við höfum gengið svo langt síðustu vikur að sótthreinsa gólfin líka. Fyrir þá sem vilja halda sig heimavið geta nýtt sér að versla í rólegheitunum í netverslun okkar www.beautybar.is. Þó það sé ekkert að gera er alltaf nóg hægt að gera, við ætlum að koma tvíefld til leiks eftir þennan hálfleik,“ segir Ásta. 

Hvaða tækifæri sjáið þið í þessari stöðu? 

„Teymið okkar er hreint út sagt frábært og mig langar að koma því sérstaklega á framfæri án þeirra væri ekki hægt að komast í gegnum þetta. Okkar fólk hefur sýnt gríðarlega samstöðu, verið skilningsríkt og umburðarlynt en er jákvætt og spennt fyrir öðruvísi og fjölbreyttari verkefnum sem eru á dagskránni á þessum skrýtnu og ófyrirsjáanlegu tímum.  Í þessum hremmingum sem allur heimurinn er að ganga í gegnum ætlum við að gera ennþá betur og aðlaga okkur að breyttu rekstrarumhverfi.

Það þýðir ekkert að gefast upp. Nú er bara að sinna því sem gafst ekki tími í áður.  Rétta hugarfarið skiptir öllu máli og þessir tímar hafa þétt hópinn okkar enn frekar. Beautybar mun stórauka vöruúrval sitt umtalsvert, alla þjónustu sem og afhendingarmáta pantana. 

Þjónusta við okkar viðskiptavini hefur alltaf verið í fyrirrúmi og verður það hiklaust áfram.  Við munum að sjálfssögðu halda áfram svara öllum símtölum, skilaboðum, tölvupóstum og verðum fyrst til þess að bjóða upp á myndsímtöl fyrir þá sem vilja enn persónulegri þjónustu. Frá og með deginum í dag bjóðum við fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins að pöntunin sé keyrð heim að dyrum án frekari kostnaðar, snertilaust og engrar lágmarkspöntunar er krafist,“ segir Ásta.   

Hvernig verður hárið á landsmönnum eftir nokkrar vikur?

„Það hefur verið gert mikið grín af því að nú komi í ljós réttur hárlitur einstaklinga, sem má alveg gera smá grín af. En hins vegar bjóðum við uppá fjölbreyttar lausnir við því vandamáli til að brúa bilið á milli litana á meðan hárgreiðslustofur landsins eru lokaðar. Ég býst við því að það verði mikið um skemmtileg verkefni fyrir höndum þegar hárgreiðslustofur landsins opna aftur og við á Beautybar hlökkum til að geta tekið á móti þeim verkefnum sem bíða þegar hjólin fara aftur í gang.  Það sem verður skemmtilegast og við hérna söknum mest er að hitta og spjalla við viðskiptavinina eftir þennan tíma,“ segir hún. 

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda