Maison Margiela með flottustu línuna?

Maison Margiela býður upp á vandaðan fatnað fyrir fólk á …
Maison Margiela býður upp á vandaðan fatnað fyrir fólk á öllum aldri.

Aðkoma Martin Margiela inn á tískumarkaðinn í lok níunda áratug síðustu aldar markaði tímamót í sögu tískunnar. Ástæðan fyrir því er sú að hann sá heiminn hvítan þegar allir aðrir sáu hann í pönki og lit. Í staðinn fyrir að vilja verða ofur-vinsæll vildi Margiela fela sig fyrir heiminum. Það mátti enginn finna vörurnar hans, kaupa þær og helst ekki ganga í þeim.

Hann fékk einkaleyfi á ekkert þar sem flíkurnar hans voru merktar með hvítu merki sem ekkert stóð á, nema tölur frá 0 til 23.

Gerði hlutina öðruvísi

Margiela hélt sig algerlega frá fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Í raun gerði hann andstæðuna við allt sem er kennt að gera til að ná vinsældum í dag.

Hann flutti verslanir sínar á milli staða til að forðast fólk og ef svo heppilega vildi til að aðdáendur hans fundu hvíta ómerkta verslun hans, mátti búast við að hún væri lokuð og merki á hurðinni: Það væri frábært ef þú kæmir seinna!

Í hvítu versluninni, með framúrstefnulegri fallegri vörunni var síðan starfsfólkið klætt í hvítt. Innkaupapokar Margiela voru einnig hvítir, ómerktir að sjálfsögðu.

View this post on Instagram

#MaisonMargiela SS20 ‘Défilé’ Co-Ed Collection

A post shared by Maison Margiela (@maisonmargiela) on Apr 5, 2020 at 10:59pm PDT

Tískuelítan tryllist

Áður en langt um leið fór tískuelítan í París að átta sig á að um eitthvað verulega spennandi var að ræða. Margir af þeim elskuðu að labba um götur borgarinnar með ómerktan pokann frá Margiela. Það var ávísun á fágun og stíl.

Höfuðstöðvar fyrirtækisins eignuðust fastan stað í húsnæði sem var áður klaustur, í 11. hverfi Parísarborgar. Hvíti draumurinn var þannig kominn á næsta stig.

View this post on Instagram

#MaisonMargiela SS20 ‘Défilé’ Co-Ed Collection

A post shared by Maison Margiela (@maisonmargiela) on Mar 18, 2020 at 12:01am PDT

Nýr tími

Eftir áratuga langa velgengni á sínu sviði seldi Margiela sig út úr tískuhúsinu og John Galliano tók við sem listrænn stjórnandi þess árið 2014 sem markaði nýja tíma í tískuhúsinu.

Það verða allir sem hafa áhuga á tískunni að eignast eitthvað eitt frá Maison Margiela. Tabi-skórnir sem dæmi þykja einstaklega fallegir í allskonar útfærslum þessa dagana, sem og ilmvatnið Untitled sem hefur verið vinsælt lengi.

Sumir eru á því að sumarlína Maison Margiela á þessu ári, sé að túlka tíðarandann betur en margar aðrar línur um þessar mundir, með hvítum fatnaði sem vísar í framvarðasveit þá sem er að berjast á móti kórónuveirunni. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál