Maison Margiela með flottustu línuna?

Maison Margiela býður upp á vandaðan fatnað fyrir fólk á …
Maison Margiela býður upp á vandaðan fatnað fyrir fólk á öllum aldri.

Aðkoma Mart­in Margiela inn á tísku­markaðinn í lok ní­unda ára­tug síðustu ald­ar markaði tíma­mót í sögu tísk­unn­ar. Ástæðan fyr­ir því er sú að hann sá heim­inn hvít­an þegar all­ir aðrir sáu hann í pönki og lit. Í staðinn fyr­ir að vilja verða ofur-vin­sæll vildi Margiela fela sig fyr­ir heim­in­um. Það mátti eng­inn finna vör­urn­ar hans, kaupa þær og helst ekki ganga í þeim.

Hann fékk einka­leyfi á ekk­ert þar sem flík­urn­ar hans voru merkt­ar með hvítu merki sem ekk­ert stóð á, nema töl­ur frá 0 til 23.

Gerði hlut­ina öðru­vísi

Margiela hélt sig al­ger­lega frá fjöl­miðlum og sam­fé­lags­miðlum. Í raun gerði hann and­stæðuna við allt sem er kennt að gera til að ná vin­sæld­um í dag.

Hann flutti versl­an­ir sín­ar á milli staða til að forðast fólk og ef svo heppi­lega vildi til að aðdá­end­ur hans fundu hvíta ómerkta versl­un hans, mátti bú­ast við að hún væri lokuð og merki á hurðinni: Það væri frá­bært ef þú kæm­ir seinna!

Í hvítu versl­un­inni, með framúr­stefnu­legri fal­legri vör­unni var síðan starfs­fólkið klætt í hvítt. Inn­kaupa­pok­ar Margiela voru einnig hvít­ir, ómerkt­ir að sjálf­sögðu.

View this post on In­sta­gram

#Mai­son­Margiela SS20 ‘Défilé’ Co-Ed Col­lecti­on

A post shared by Mai­son Margiela (@mai­son­margiela) on Apr 5, 2020 at 10:59pm PDT

Tísku­elít­an tryll­ist

Áður en langt um leið fór tísku­elít­an í Par­ís að átta sig á að um eitt­hvað veru­lega spenn­andi var að ræða. Marg­ir af þeim elskuðu að labba um göt­ur borg­ar­inn­ar með ómerkt­an pok­ann frá Margiela. Það var ávís­un á fág­un og stíl.

Höfuðstöðvar fyr­ir­tæk­is­ins eignuðust fast­an stað í hús­næði sem var áður klaust­ur, í 11. hverfi Par­ís­ar­borg­ar. Hvíti draum­ur­inn var þannig kom­inn á næsta stig.

View this post on In­sta­gram

#Mai­son­Margiela SS20 ‘Défilé’ Co-Ed Col­lecti­on

A post shared by Mai­son Margiela (@mai­son­margiela) on Mar 18, 2020 at 12:01am PDT

Nýr tími

Eft­ir ára­tuga langa vel­gengni á sínu sviði seldi Margiela sig út úr tísku­hús­inu og John Galliano tók við sem list­rænn stjórn­andi þess árið 2014 sem markaði nýja tíma í tísku­hús­inu.

Það verða all­ir sem hafa áhuga á tísk­unni að eign­ast eitt­hvað eitt frá Mai­son Margiela. Tabi-skórn­ir sem dæmi þykja ein­stak­lega fal­leg­ir í allskon­ar út­færsl­um þessa dag­ana, sem og ilm­vatnið Un­tit­led sem hef­ur verið vin­sælt lengi.

Sum­ir eru á því að sum­ar­lína Mai­son Margiela á þessu ári, sé að túlka tíðarand­ann bet­ur en marg­ar aðrar lín­ur um þess­ar mund­ir, með hvít­um fatnaði sem vís­ar í fram­varðasveit þá sem er að berj­ast á móti kór­ónu­veirunni. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda