Svona farðar þú þig fyrir fjarfundinn

Ljósmynd/Unsplash

Ef það er eitthvað sem við lærðum af kórónuveirunni þá var það líklega það að halda fjarfundi. Skyndilega var ótæknilegasta fólk veraldar búið að tengja sig við umheiminn í gegnum tölvuna. En hvernig eigum við að taka okkur til fyrir fjarfundinn? Þurfum við að farða okkur eins og venjulega eða gilda aðrar reglur? 

Ég er ein af þeim sem hefur alltaf fundist frekar óþægilegt að nota Skype eða myndsímtöl á Messenger en þegar maður stendur frammi fyrir því að hitta fáa kemur fjarfundabúnaður eins og himnasending inn í litlausa tilveru. Það er nefnilega nauðsynlegt að sjá framan í fólk og halda tengslum.

Hér eru nokkur góð ráð sem eru alveg að mygla …
Hér eru nokkur góð ráð sem eru alveg að mygla heima hjá sér en vilja líta þokkalega út á fjarfundum. Ljósmynd/Unsplash

Það að taka sig til fyrir fjarfund kallar á allt aðrar áherslur en að taka sig til fyrir venjulegan vinnudag. Í flestum tilfellum fletur birtan frá skjánum andlitið út og því þurfum við að skerpa meira á því. Svo er ekki verra að verja andlitið fyrir útfjólubláum geislum tölvunnar. Þetta er svolítið eins og farða sig fyrir sjónvarpsupptökur eða fyrir Instagram (þeir sem eru virkir þar vita um hvað ég er að tala). 

Ég var búin að taka nokkra fjarfundi með vinkonum mínum þegar ég áttaði mig á því að það er ekki alveg málið að liggja eins og rækja uppi í rúmi með skítugt hár og feitt krem í andlitinu. Þótt ljós tölvunnar fleti ýmislegt út þá var ekki hægt að fela þessa óstjórnlegu myglu. Ég ákvað því að reyna að gera aðeins betur. 

Pure Shots línan frá YSL er frábær.
Pure Shots línan frá YSL er frábær.

Byrjaðu á því að næra húðina vel. Nýja línan frá YSL, Pure Shots, er til dæmis frábær ef þú ert komin yfir fertugt. Í henni er serum, dagkrem og geggjað næturserum og vinnur þetta þrennt mjög vel saman. Nig­ht Re­boot-serumið er þannig þróað að gróf eða ójöfn húð verður mýkri, slétt­ari og áferðin fal­legri. Nig­ht Re­boot-serumið fjar­læg­ir dauðar húðfrum­ur, örv­ar frumu­end­ur­nýj­un og vernd­ar nýj­ar frum­ur. Serumið inni­held­ur 3,4% glycolic­sýru sem slíp­ar yf­ir­borð húðar og hef­ur end­ur­nýj­andi eig­in­leika ásamt nátt­úru­legu inni­halds­efni, Moon­lig­ht kakt­us Flower, sem kemst dýpra niður í húðlög­in og hef­ur viðgerðar- og vernd­andi eig­in­leika. Það má því segja að húðin dragi strax úr þreytu­merkj­um.

Prodigy Cellglow frá Helena Rubinstein.
Prodigy Cellglow frá Helena Rubinstein.

Þegar þú ert búin að setja serum á þig skaltu bera á þig Prodigy Cellglow frá Helena Rubinstein sem er ný vara sem fyllir húðina ljóma, þéttir hana og jafnar litarháttinn. Það má nota kremið eitt og sér en það ver okkur gegn skaðlegum geislum húðarinnar. Einnig er hægt að nota kremið sem farðagrunn því það gefur húðinni jafnari áferð. 

Miracle Second Skin frá Max Factor er mjög góður fjarfundafarði.
Miracle Second Skin frá Max Factor er mjög góður fjarfundafarði.

Nýi farðinn frá Max Factor, Miracle Second Skin, verndar og nærir húðina með áferð sem lítur út eins og húðin sjálf. Þetta er hinn fullkomni farði fyrir þær sem vilja ekki virka mikið málaðar. Það sem er gott við þennan farða að hann er frábær fyrir fjarfundinn en líka dagsdaglega þegar eðlilegt líf tekur við. Formúlan hylur ójöfnur og jafnar húðtónin ásamt því að næra húðina og vernda með kókosmjólk og góðgerlum. Miracle Second skin er fullkomin farði fyrir þær sem leita eftir heilbirgðu útliti og ljóma en farðinn er með SPF20.

Stay Naked Threesome pallettan frá Urban Decay skartar þremur litum. …
Stay Naked Threesome pallettan frá Urban Decay skartar þremur litum. Hægt er að nota brúna litinn til að skyggja andlitið með.

Svo er það skyggingin. Það er gott að skyggja andlitið vel fyrir fjarfundinn því ljósið frá skjánum fletur andlitið út. Þú getur notað sólarpúður til að skyggja andlitið en svo gætir þú gengið skrefinu lengra og sett svolítið dökkan farða undir kinnbeinin og skyggt andlitið þannig og sett svo sólarpúður eða kinnalit yfir kinnbeinin. Stay Naked Threesome pallettan frá Urban Decay kemur til bjargar í þessu árferði en hægt er að leika sér með litina þrjá. 

Hér sést hvað Monsieur Big frá Lancôme gerir fyrir augnhárin.
Hér sést hvað Monsieur Big frá Lancôme gerir fyrir augnhárin.
Monsieur Big frá Lancôme er mjög góður maskari.
Monsieur Big frá Lancôme er mjög góður maskari.

Þá er komið að augunum. Settu vatnsheldan blýant inn í vatnslínuna allan hringinn og rammaðu þannig inn augun. Svo skaltu setja á þig mjög mikinn maskara. Monsieur Big frá Lancôme kemur til dæmis sterkur inn ef þú vilt láta líta út fyrir að vera með mjög löng og þykk augnhár. Svo er maskaratvennan frá Max Factor líka að gera frábæra hluti. Um er að ræða Max Out Blue Primer sem er er fullkomin fyrir þær sem vilja áhrifamikla breytingu á augnhárunum. Bláa pigmentið í maskaranum gefur aukna dýpt í svartan lit maskarans, birtir augnsvæðið ásamt því að micro trefjar þykkja og lengja augnahárin. Þessi blái primer er settur undir annan maskara eins og til dæmis Falsh Lash Effect maskarann. Ef þessi tvenna er notuð saman ertu í toppmálum og augnhárin verða mjög löng. Það er líka hægt að nota bláa primerinn einan og sér ef þú vilt bara smá bláan tón. 

Max Out Blue Primer frá Max Factor.
Max Out Blue Primer frá Max Factor.
False Lash Effect, Max Out Blue Primer, frá Max Factor …
False Lash Effect, Max Out Blue Primer, frá Max Factor virkar vel. Hægt er að nota einan og sér eða undir kolsvartan maskara.

Falsh Lash Effect Maskarinn er einn af best seldu möskurunum frá Max Factor og þekktur fyrir að lengja og lyfta augnhárunum. Maskarinn er nú kominn í nýjum lit, Raven Black. Hrafnasvarta pigmentið með bláum tónum opnar augnsvæðið og augnhárin ná nýjum hæðum. Maskarinn er með þéttum gúmmíhárum í burstanum sem greiða augnhárin vel í sundur, lengir og þykkir. Augnhárin klessast ekki en margfaldast. Maskarinn inniheldur B5 Pro-Vítamín. 

Falsh Lash Effect maskarinn frá Max Factor gefur augnhárunum mikla …
Falsh Lash Effect maskarinn frá Max Factor gefur augnhárunum mikla fyllilngu.
False Lash Effect frá Max Factor.
False Lash Effect frá Max Factor.

Þegar þú ert búin að setja á þig maskara er ekkert eftir nema setja örlítinn lit í augabrúnirnar til að ramma andlitið inn. Það hefur aldrei verið jafn auðvelt að ná hinum fullkomnu augabrúnum og nú með Real Brow Fill & Shape augabrúnapennanum. Tveggja hliða penni með skáskornum penna sem auðveldar mótun á augabrúnum og mótun á hárstrokum. Á hinum endanum er augabrúnapúður í svampkenndum bursta. Hann fyllir upp í augabrúnina og gefur henni meiri fyllingu. Það sem er gott við þennan augabrúnapenna að augabrúnirnar haggast ekki allan daginn. Þú getur því haldið hvern fjarfundinn á fætur öðrum án þess að útlitið fari úr skorðum. 

Real Brow Fill & Shape frá Max Factor.
Real Brow Fill & Shape frá Max Factor.
Real Brow Fill & Shape frá Max Factor.
Real Brow Fill & Shape frá Max Factor.

Og svona til að toppa útlitið þá væri ekki úr vegi að bera á sig 999 litinn frá Christian Dior. Rauðar varir hressa nefnilega alltaf upp á stemninguna hvort sem þú ert í teiti eða á fjarfundi í vinnunni. 

999 frá Dior er einn mest seldi rauði varalitur heims.
999 frá Dior er einn mest seldi rauði varalitur heims.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda