Tvær leiðir til að bjarga augabrúnunum

Það eru margar farnar að sakna þess mikið að komast ekki á snyrtistofu enda fjölmargar sem fara á sex vikna fresti í litun og plokkun. Ef augabrúnirnar eru orðnar litlausar og án allra forma getur þú reddað þér með nokkrum einföldum ráðum. Í þessu samkomubanni hef ég aðallega notað tvær týpur af augnblýöntum sem mig langar að sýna ykkur. Báðir eru þessir litir góðir til síns brúks þótt virknin sé ólík. Þeir eiga það þó sameiginlegt að ramma inn augnsvæðið og gefa meiri svip. 

Blýanturinn frá Max Factor Real Brow Fill & Shape er …
Blýanturinn frá Max Factor Real Brow Fill & Shape er auðveldur í notkun.

Á dögunum komst ég yfir blýantinn frá Max Factor sem heitir Real Brow Fill & Shape. Hann er mjög einfaldur í notkun og kemur í nokkrum litum. Öðru megin er blýantur og hinu megin er bursti þannig að auðvelt er að vinna blýantinn þegar hann er kominn í augabrúnirnar. 

View this post on Instagram

Eru augabrúnirnar í steik? Þarftu smá reddingu? Max Factor Real Brow fill&shape er svarið!

A post shared by Smartland (@smartlandmortumariu) on Apr 17, 2020 at 8:56am PDT

Augabrúnalitur lötu konunnar! 

Svo er það nýi liturinn frá Urban Decay sem kallast Inked Brow. Um er að ræða blautan lit sem þornar í hárunum á 30-40 sekúndum. Þegar liturinn þornar helst hann á í allt að þrjá sólarhringa ef hann er ekki þrifinn sérstaklega í burtu með olíu. 

Inked Brow frá Urban Decay er blautur litur í augabrúnirnar.
Inked Brow frá Urban Decay er blautur litur í augabrúnirnar.
Svona lítur augabrún út fyrir lit frá Urban Decay.
Svona lítur augabrún út fyrir lit frá Urban Decay.
Hér er búið að móta augabrúnirnar með litnum frá Urban …
Hér er búið að móta augabrúnirnar með litnum frá Urban Decay.

Liturinn Brunette Betty hentar þeim sem eru með frekar dökkar augabrúnir en vilja meiri fyllingu í þær. Gott er að hafa eyrnapinna við höndina á meðan fólk er að æfa sig svo hægt sé að leiðrétta ef eitthvað fer úrskeiðis.

Ef þú vilt bara smá lit þá er líka hægt að teikna hár með burstanum þar sem þér finnst þurfa í brúnina. Gott er að setja í efsta punkt augabrúnarinnar og fremst þar sem oft er fallegt að teikna nokkur hár inn í til að fylla upp í.

Þegar liturinn er kominn í er gott að leyfa honum að þorna í eina til tvær mínútur og greiða svo aðeins í gegn með augabrúnagreiðu. Þannig er að hægt að ná umframlitnum í burtu. Svo er mjög gott að setja glært augabrúnagel yfir til að ýfa hárin aðeins upp. 

Ég prófaði litinn á Instagram á dögunum og má hér sjá hvað hann er auðveldur í notkun. 

View this post on Instagram

A post shared by Smartland (@smartlandmortumariu) on Apr 24, 2020 at 6:10am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda