Auðunn Blöndal er kominn með hár

Auðunn Blöndal er hárprúður í lok samkomubanns.
Auðunn Blöndal er hárprúður í lok samkomubanns. skjákot/Instagram

Fjölmiðlastjarnan Auðunn Blöndal hefur nýtt samkomubann og lokun hársnyrtistofa til þess að safna hári. Auðunn hefur skartað skalla síðastliðinn áratug og því voru það mikil viðbrigði fyrir hann að fara safna hári. 

Ansi strjálbýlt er hárið efst á höfði Auðuns en með aðstoð þurrsjampó með lit frá label.m (Bru­nette Dry Shampoo) tókst honum að bæta ásýnd hársins til muna. Það mætti segja að Auðunn sé óþekkjanlegur með hárið sem hann safnaði í samkomubanninu. 

Auðunn sýndi frá hárævintýrinu á Instagram í gær og sagðist vera spenntur að greiða á sér hárið í fyrsta skipti í mörg ár. Hann byrjaði á að nota gel en gekk illa að gera greiðslu í það. Að lokum prófaði hann þurrsjampóið frá label.m og var einstaklega ánægður með útkomuna. 

Þurrsjampóið er það sama og ritstjóri Smartlands notaði með góðum árangri í samkomubanninu. 

View this post on Instagram

Ertu farin að grána? Er samkomubannið og lokun á hárgreiðslustofum að gera út af við þig? Hér er ein hugmynd!

A post shared by Smartland (@smartlandmortumariu) on Apr 7, 2020 at 7:51am PDT

Auðunn hefur ekki verið með svona mikið hár í mörg …
Auðunn hefur ekki verið með svona mikið hár í mörg ár. Samsett mynd
Þurrsjampó frá label.m er mikill bjargvættur.
Þurrsjampó frá label.m er mikill bjargvættur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál