Svona velur þú þér ilmvatn

Marion Cotillard verður andlit Chanel í nóvember næstkomandi.
Marion Cotillard verður andlit Chanel í nóvember næstkomandi.

Það eru allt of margar konur sem hafa ekki ennþá fundið ilmvatnið sem þær langar að vera með alltaf. Ilmur er eins og gefur að skilja einstaklega mikilvægur þáttur í að tjá persónuleika og hugmyndir fólks. Þungur ilmur, gefur sem dæmi til kynna að persóna sé alvörugefin, á meðan hlutlaus léttur ilmur gefur vísbendingar um hið gagnstæða. 

Chanel no 5 er vinsælasta ilmvatn veraldar og er fyrir sjálfstæðu konuna sem vil láta taka eftir sér hvert sem hún kemur.  Ilmurinn á svo sannarlega ekki við allar konur en þær sem nota hann, nota ekkert annað.  

Chanel no 5 er vinsælasta ilmvatn veraldar.
Chanel no 5 er vinsælasta ilmvatn veraldar.

Eftirfarandi atriði er vert að hafa í huga áður en í ilmvatnsleiðangur er farið. 

Ilmvatnspýramídinn

Þegar ilmvötn eru útskýrð á faglegan hátt er talað um ilmvatnspýramídann. Þar sem efst er talað um topp tóninn í ilminum. Þá er talað um hjartatóninn eða miðtóninn og svo grunntón ilmvatnsins. 

Ilmurinn sem þú finnur um leið og þú setur ilmvatnið á þig er topp tónninn sem mun endast í 5 - 15 mínútur. Þá tekur við hjartatónninn sem mun endast í 20 - 60 mínútur og síðan tekur við grunntónninn sem endist í allt að sex klukkustundir. 

Vinsælustu ilmtónarnir

Þau ilmvötn sem eru hvað vinsælust eru með sítrónu, appelsínu, bergamot, lavender, rós og basil topp tón. 

Þá taka við ilmir á borð við jasmín, kanil, pipar, kardimomma og lemon grass.

Í grunninn er vinsælt að hafa vanillu, amber, patchouli, sandalvið og sítrus-við. 

Þetta eru þá aðeins þyngri tónar sem endast betur. 

Það getur enginn sagt þér hvaða ilmur fer þér best. Það er gott að hafa til viðmiðunar að ilmurinn á að ýta undir góða líðan, og vinna með þér. En ekki taka frá þér orku eða athygli.

Það er mikilvægt að prófa sig áfram þegar kemur að ilmvötnum og að leyfa sér gæðavöru enda fátt eins mikilvægt og að ilma vel. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda