Það eru ekki aðeins kvenkynsstjörnurnar sem glíma við vigtina heldur karlarnir líka. Leikstjórinn Peter Jackson hefur flakkað mikið upp og niður í þyngd, mögulega vegna álags í starfi en hann var hvað þyngstur þegar hann sló í gegn fyrir Lord of the Rings árið 2001.
Árið 2005 sá hann sig knúinn til þess að taka upp heilsusamlegri lífsstíl og grenntist mjög með breyttu mataræði. Í stað þess að kaupa sífellt skyndibita fór hann að útbúa sér nesti til þess að taka með sér. Á tíu mánaða tímabili missti hann um þrjátíu kíló. Í dag er hann einhvers staðar mitt á milli í þyngd.