Umdeildasta fataval Melaniu Trump í gegnum árin

Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, hefur skapað umtal með fatavali sínu …
Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, hefur skapað umtal með fatavali sínu oftar en einu sinni. AFP

Mel­ania Trump for­setafrú Banda­ríkj­anna hef­ur reglu­lega ratað í fjöl­miðla fyr­ir þau föt sem hún hef­ur klæðst á viðburðum tengd­um starfi eig­in­manns henn­ar. Sum eru eft­ir­minni­legri en önn­ur og sum hafa farið meira fyr­ir brjóstið á fólki en önn­ur.

Frú Trump er iðulega vel til fara og klæðist yf­ir­leitt því dýr­asta og besta. Þá hef­ur ein­mitt verðmiðinn á flík­um henn­ar og hand­tösk­um vakið at­hygli, eins og níu millj­ón króna jakk­inn sem hún klædd­ist á G7-leiðtoga­fund­in­um á Sikiley í maí 2017. 

Það um­deild­asta er þó án efa jakk­inn sem hún klædd­ist þegar hún heim­sótti búðir fyr­ir börn ólög­legra inn­flytj­enda í Banda­ríkj­un­um í júní 2018. 

Apríl 2018 

Á öðrum degi í heim­sókn for­seta­hjón­anna í Frakklandi klædd­ist Mel­ania gull­fal­legri dragt frá Michael Kors. Það var þó ekki hún sem vakti at­hygli held­ur Hervé Pier­re-hatt­ur­inn sem var á milli tann­anna á fólki. Sum­um fannst hún líkj­ast Michelle Pfeif­fer í Scarface, aðrir sáu hana sem Beyoncé í Formati­on-tón­list­ar­mynd­band­inu. 

Melania Trump og Birgitte Macron, eiginkona Emmanuel Macron.
Mel­ania Trump og Birgitte Macron, eig­in­kona Emm­anu­el Macron. AFP

Maí 2017 

Í heim­sókn for­seta­hjón­anna til Sádi-Ar­ab­íu klædd­ist frú Trump brúng­ræn­um kjól með belti. Það vakti at­hygli að kjóll­inn var aðeins hnésíður og hún harðlega gagn­rýnd fyr­ir að sýna legg­ina í heim­sókn sinni til lands­ins. 

Melania Trump í Sádi Arabíu.
Mel­ania Trump í Sádi Ar­ab­íu. AFP

Októ­ber 2018

Mel­ania heim­sótti heims­álf­una Afr­íku án eig­in­manns síns í októ­ber 2018. Í safaríferð í Naróbí ákvað for­setafrú­in að vera með hvít­an „sól­hjálm“. Valið á hjálm­in­um var gagn­rýnt en slík­ir hjálm­ar eiga sér teng­ingu í ný­lendu­stefnu vest­rænna ríkja í Afr­íku. 

Melania Trump með sólhjálminn í Naróbí.
Mel­ania Trump með sól­hjálm­inn í Naróbí. AFP

Maí 2017

Á leiðtoga­fundi G7-ríkj­anna á Sikiley á Ítal­íu árið 2017 urðu marg­ir kjaftstopp þegar for­setafrú­in steig út úr bíln­um í lit­rík­um jakka frá Dolce & Gabb­ana. Jakk­inn kostaði 9,6 millj­ón­ir ís­lenskra króna og var það helst verðmiðinn sem fór fyr­ir brjóstið á fólki. 

Á leiðtogafundinum á Skiley í 9,6 milljón króna jakka.
Á leiðtoga­fund­in­um á Skiley í 9,6 millj­ón króna jakka. AFP

Sept­em­ber 2017 

Þegar Trump-hjón­in fóru í heim­sókn til Pú­er­tó Ríkó eft­ir felli­byl­inn Har­vey vakti frú Trump mikla at­hygli fyr­ir skó­búnað sinn en hún klædd­ist svört­um hæl­um frá Manolo Bla­hnik.

Frú Trump og hælarnir í Púertó Ríkó.
Frú Trump og hæl­arn­ir í Pú­er­tó Ríkó. AFP

Júní 2018 

Sú flík sem hef­ur verið hvað um­deild­ust á ferli Mel­aniu Trump sem for­setafrú­ar er án efa jakk­inn sem hún klædd­ist þegar hún var á leið í heim­sókn í búðir fyr­ir börn ólög­legra inn­flytj­enda í Texas. Jakk­inn er frá Zöru. Á bak­hlið jakk­ans er áletr­un­in: „I really don't care, do u?“ eða: „Mér er al­veg sama, hvað með þig?“

Melania Trump, forsetafrú, í jakkanum sem vakti mikla athygli.
Mel­ania Trump, for­setafrú, í jakk­an­um sem vakti mikla at­hygli. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda