Sólbruni það versta fyrir húðina

Jenna Huld Eysteindóttir, Arna Björk Kristinsdóttir og Ragna Hlín Þorleifsdóttir …
Jenna Huld Eysteindóttir, Arna Björk Kristinsdóttir og Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknar á Húðlæknastöðinni. Ljósmynd/Gígja Dögg Einarsdóttir

Í öðrum þætti af Húðkastinu halda þær Arna Björk Kristinsdóttir, Ragna Hlín Þorleifsdóttir og Jenna Huld Eysteinsdóttir áfram með umfjöllun sína um öldrun húðarinnar. Í fyrsta þætti ræddu þær um orsakir húðöldruna. Í öðrum þætti ræða þær hins vegar um hvaða efni við getum notað til að hægja á öldrun húðarinnar og fyrirbyggja hana. 

Þær skipta umræðunni í þrennt. Fyrst ræða þær um sólarvarnir og andoxunarefni sem vernda okkur og hafa fyrirbyggjandi áhrif. Þær koma einnig inn á sólbruna og hvað gerist í húðinni við bruna, sem þær segja vera það versta sem getur komið fyrir húðina.

Síðan ræða þær um retínóíða krem og ávaxtasýrur sem eru rakagefandi, hreinsa húðina og byggja hana upp. Síðast en ekki síst ræða þær um uppbyggjandi efni eins og peptíð.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda