Svala fékk sér varafyllingu

Svala Björgvinsdóttir fékk sér fyllingu í varirnar.
Svala Björgvinsdóttir fékk sér fyllingu í varirnar. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir er búin að fá sér fyllingu í varirnar. Svala birti færslu á Instagram það sem hún ræðir ítarlega um fyllinguna en hún segist hafa gert þetta fyrir sjálfa sig. 

„Ég var búin að hugsa um þetta í mjög langan tíma og búin að afla mér allra þeirra upplýsinga sem ég þurfti og valdi The Ward því ég var búin að heyra svo góða hluti um stofuna frá svo mörgum. Hvað þýðir að láta fylla í varalínuna? Þá er sett fyllingarefni aðeins í varalínu en ekki í varirnar sjálfar. Þetta skerpir varalínuna og lyftir henni og gerir þínar eiginlegu varir skarpari. Ég vildi líka fá rosalega náttúrulega fyllingu sem myndi gera varirnar meira áberandi þegar maður setur á sig varablýant og varaliti,“ segir Svala um fyllinguna. 

Eins og Svala segir fór hún á stofuna The Ward Group og merkir hún stofuna í færsluna en um samstarf er að ræða. The Ward Group hefur sömuleiðis birt mynd af Svölu á instagramsíðu sinni en á þeirri síðu má sjá nokkrar færslur um áhrifavalda sem fóru í meðferð á stofunni. 

Svala ítrekar að það sé mikilvægt að fara varlega í slíkar fegrunaraðgerðir og að nauðsynlegt sé að hugsa þetta vel áður en ákvörðun er tekin. Hún birti tvær myndir af nýju vörunum með færslunni. 

View this post on Instagram

A post shared by SVALA (@svalakali)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda