Fimm brúnkuráð frá Baldri

Baldur Rafn Gylfason hárgreiðslumeistari og eigandi bpro.
Baldur Rafn Gylfason hárgreiðslumeistari og eigandi bpro.

Á dimmasta tíma árins getur verið upplífgandi að bera á sig brúnkukrem. Baldur Rafn Gylfason hárgreiðslumeistari og eigandi bpro gefur lesendum góð ráð. 

1. Djúphreinsaðu húðina og notaðu olíulaust rakakrem áður en þú berð á þig brúnku.

2. Ekki bera brúnku á þig með berum höndum. Notaðu sérstakan hanska eða bursta til að fá jafna og fallega áferð.

3. Ekki ofnota sápu, sítrónu eða önnur húsráð til að hreinsa brúnku. Notaðu „exfoliating“-hanska eða djúphreinsi sem hreinsar húðina og gerir hana silkimjúka.

4. Þvoðu hanskann reglulega. Örtrefjahanskann frá Marc Inbane má þvo á 30°C.

5. Mundu eftir stöðum sem gleymast auðveldlega eins og á bak við eyru og aftan á hálsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda