Kardashian-áhrifin: Rasslyftingum fjölgað um 77,6%

Þessi mynd af Kim Kardashian West prýddi forsíðu Paper haustið …
Þessi mynd af Kim Kardashian West prýddi forsíðu Paper haustið 2014 og olli miklum usla.

Í dag dreymir margar konur um að vera með bústinn og stóran rass. Þessi þróun hefur staðið yfir í rúman hálfan áratug, eða frá því raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West varð heimsfræg.

Konur fara mismunandi leiðir til þess að stækka rassinn, sumar hamast í ræktinni, aðrar borða meira og vona að fitusöfnun verði á téðu svæði, en aðrar leggjast undir hnífinn og láta sprauta fylliefnum eða fitu í rassinn til að hann verði bústnari. 

Í grein The Guardian um þróun rassins og rasslyftinga kemur fram að á heimsvísu hafi slíkum rasslyftingaaðgerðum, Brazilian butt lift, fjölgað á heimsvísu um 77,6% frá árinu 2015. Þessar aðgerðir eru sú grein innan lýtalækninganna sem hefur stækkað hvað mest á heimsvísu undanfarin ár samkvæmt Society of Aesthetic Plastic Surgery.

Brasilíska rasslyftingin felur í sér að fita er tekin á einum stað í líkamanum og sprautað í rassinn. Aðrar aðgerðir sem gerðar eru til að lyfta rassinum fela í sér að fylliefni er sprautað í rassinn.

Tölurnar í sjálfu sér ættu ekki að koma á óvart þar sem það eina sem kona þarf að gera er að renna í gegnum samfélagsmiðla á borð við Instagram og sjá þar hvar stórum og bústnum rössum er hampað. 

En hin brasilíska rasslyfting er ekki bara vinsæl aðgerð, hún er líka sú hættulegasta í heimi. Samkvæmt ritrýndri grein í Aesthetic Surgery Journal kemur fram að 3% af þeim 692 lýtalæknum sem tóku þátt í rannsókninni hafi misst sjúklinga sína eftir slíka aðgerð. Um einn af hverjum 3 þúsund sem fara í aðgerðina deyja eftir hana. 

Kim Kardashian.
Kim Kardashian. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda