Tískumerkið Shein er sagt hafa tekið rifnar gallabuxur í nýjar hæðir. Gallabuxur sem eru í sölu í netverslun merkisins hafa vakið mikla athygli enda virðist einna helst vanta efra framstykkið á buxurnar.
Buxurnar, sem kosta 25 bandaríkjadali eða rúmlega 3.200 krónur, virðast nokkuð venjulegar þegar horft er á þær að aftan. Að framan fá nærbuxurnar hins vegar að skína ef sá sem klæðist buxunum er í nærbuxum á annað borð. Á buxurnar vantar rennilás en skálmarnar þó saumaðar saman.
Gallabuxurnar hafa vakið mikla athygli á netinu og er athyglin helst neikvæð. Netverjar furða sig á af hverju í ósköpunum það vantar efnisbút á þessu svæði og hvort það sé eftirsótt að sýna nærbuxur á þennan hátt. Dæmi hver fyrir sig.