8 lífsreglur Donatellu Versace

Donatella Versace yfirhönnuður Versace og systir Gianni Versace.
Donatella Versace yfirhönnuður Versace og systir Gianni Versace. AFP

Donatella Versace fatahönnuður er 65 ára og veit sínu viti um tísku og útlit. Hún gaf lesendum Sunday Times innsýn í líf sitt þegar hún sagði frá þeim átta reglum sem hún lifir eftir.

1. Gamlar „vintage“-gallabuxur eru sígildur klæðnaður

„Ég klæðist reglulega gömlum gallabuxum með Versace-merkið út um allt. Við buxurnar klæðist ég skærgrænni peysu í yfirstærð. Mér líður frábærlega þannig.“

2. Stundaðu líkamsrækt  en ekki of mikla!

„Mér líkar illa líkamsrækt þar sem maður svitnar of mikið  aftur á móti má líkamsræktin heldur ekki vera of hæg. Ég hef fundið ágætis milliveg með því að stunda pílates. Ég æfi í 30 mínútur á morgnana en ég trúi því að fyrstu mínútur dagsins segi til um hversu afkastamikill, jákvæður og glaður maður er það sem eftir er dags.“

3. Stuttur kjóll er alltaf góð hugmynd

„Það er aðeins ein regla þegar kemur að stuttum kjólum: passaðu að þér líði vel í honum. Föt eru ekki einungis til þess að hylja líkamann heldur líka til þess að senda heiminum skilaboð. Stutti kjóllinn í dag þýðir eitthvað allt annað en hann gerði hér áður fyrr. Áður var kynþokkinn allur um líkamann en núna snýst hann meira um viðhorf. Konur velja hverjar þær eru og eru ekki hræddar við að sýna það. Þess vegna er sjálfsöryggi mikilvægt þegar maður klæðist stuttum kjól, burtséð frá vaxtarlagi eða stöðu í samfélaginu.“

4. Blandaðu saman gömlu og nýju

„Ég á fataskáp fullan af Versace-fötum. Sumum fötunum hef ég klæðst reglulega árum saman og annað er glænýtt. Ég blanda þessu saman en á alltaf útvíðar buxur og silkiskyrtur í fataskápnum.“

5. Ferðastu alltaf með stæl

„Um leið og samkomubannið er liðið verð ég komin um borð í flugvél að fara eitthvað. Ég sakna þess að vera í flugvél. Ég verð í útvíðum buxum, þægilegri peysu og mjög svo háhæluðum stígvélum. Þegar maður er á ferðalagi verður manni að líða vel en líka líta vel út. Ég ætla að fara hvert sem er þar sem er sól, strönd og tær sjór ... þarf ég í rauninni að útskýra ástæðuna?“

6. Dragðu fram hælaskóna

„Ég er mikill aðdáandi hárra hæla. Ég er alltaf í háum hælum í vinnunni og þannig líður mér vel. Líkt og stutti kjóllinn eru háir hælar mjög kvenlegir og tól fyrir konur til að finnast þær sterkari. Um leið og við erum komnar á háa hæla göngum við öðruvísi, okkur finnst við hávaxnari  líkt og við getum allt sem við viljum.“

7. Varastu kósígallann

„Í samkomubanni passaði ég að vera í venjulegum fötum líkt og áður. Ég viðhélt ákveðinni rútínu og hugsaði vel um mig. Í því fólst að vera í fallegum fötum og skóm! Það snerist ekki um hégóma  enda sá mig enginn  en þetta var leið til þess að viðhalda ákveðnum eðlileika.“

8. Ef í vafa  vertu eins og JLo

„Hinn græni frumskógarkjóll JLo er mitt uppáhalds Versace-augnablik. Aldrei fyrr hefur kjóll eða kona í kjól náð að hafa jafnmikil áhrif.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda