Fámennt en góðmennt var á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fór fram í gærkvöldi. Það var Covid-bragur yfir hátíðinni og aðeins þeir sem voru tilnefndir máttu mæta. Leikkonan Zendaya sló í gegn á hátíðinni í gullfallegum gulum kjól frá Maison Valentino.
Flestir geisluðu á rauða dreglinum í gærkvöldi og greinilegt var að stjörnurnar voru jafnspenntar og flestir aðrir að geta loksins klætt sig upp fyrir viðburð.
Leikkonan Vanessa Kirby klæddist fölbleikum einstaklega fallegum kjól frá Gucci og var með dökkrauðan varalit til að setja punktinn yfir i-ið. Leikkonan Regina King valdi fáránlega smart kjól, bláan með silfurröndum frá Louis Vuitton. Smartland valdi fallegustu kjólana á hátíðinni þetta árið.