Vinsældir Crocs-skónna á uppleið

Questlove var í gylltum Crocs á sunnudagskvöldið.
Questlove var í gylltum Crocs á sunnudagskvöldið. Samsett mynd

Sama hvort okkur líkar það betur eða verr þá eru vinsældir Crocs-skónna á uppleið. Sala á skónum nam 460 milljónum bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi 2021 og jókst því salan um 64% frá sama tímabili á síðasta ári. 

Forstjóri Crocs, Andrew Rees, gerir ráð fyrir að heildarsala ársins 2021 muni aukast um 50% á þessu ári. Hann segir einnig að eftirspurn eftir skónum sé mjög mikil um allan heim. 

Tónlistarstjórinn Questlove vakti athygli á sunnudagskvöldið þegar hann var í Crocs á rauða dreglinum fyrir Óskarsverðlaunahátíðina en hann hafði spreyjað skóna gyllta fyrir tilefnið. 

Crocs hefur gagngert unnið með listamönnum undanfarin ár til að auka vinsældirnar á ný. Árið 2018 hóf fyrirtækið samstarf við rapparann Post Malone sem hannaði sína eigin skó. Kanadíski söngvarinn Justin Bieber hefur einnig hannað sína eigin skó og seldust þeir upp á nokkrum mínútum. 

BBC

Gylltu Crocs skórnir vöktu athygli.
Gylltu Crocs skórnir vöktu athygli. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda