Myndi frekar deyja en ganga í Crocs

David Beckham gengur ekki í Crocs-skóm.
David Beckham gengur ekki í Crocs-skóm. Samsett mynd

Fatahönnuðurinn og fína kryddið Victoria Beckham lætur ekki segjast þó svo Crocs-skór séu komnir aftur í tísku. Frú Beckham fékk Crocs-skó á dögunum frá tónlistarmanninum Justin Bieber en segist ekki ætla að ganga í þeim. 

Bieber virðist hafa sent allri Beckham-fjölskyldunni skó. „Margir hafa spurt mig í hverju ég ætla að vera eftir samkomubann. Hvað finnst ykkur um þessa tillögu frá Justin Bieber?“ skrifaði Beckham á Instagram og sýndi nýju lillabláu crocs-skóna sína. 

„Allt í lagi, það er svo fallegt af Justin að senda mér Crocs,“ sagði frú Beckham. „Hef aldrei gengið í Crocs. Þetta fékk mig til að skella upp úr, ég meina það er hugsunin sem skiptir máli.“

Skórnir eru hluti af samstarfi Drew House, tískulínu Biebers, og Crocs. Frú Beckham spurði fylgjendur sína hvort hún ætti að ganga í skónum. Rúmlega helmingur svarenda hafði ekki trú á því og þekkir sína konu greinilega vel. „Ég held ég myndi frekar deyja en takk samt,“ skrifaði frú Beckham og þakkaði Bieber aftur fyrir.

Victoria Beckham fékk fjólublá crocs-skó frá Justin Bieber en ætlar …
Victoria Beckham fékk fjólublá crocs-skó frá Justin Bieber en ætlar ekki að ganga í þeim. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda