Elskar notaðar merkjavörur

Ýr Guðjohnsen Erlingsdóttir elskar fallegar merkjavörur.
Ýr Guðjohnsen Erlingsdóttir elskar fallegar merkjavörur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Umræða um nýja Pradatösku þróaðist út í það að Ýr Guðjohnsen Erlingsdóttir stofnaði verslunina Attikk fyrr á þessu ári en verslunin selur notaðar merkjavörur. Ýr sem er aðeins 21 árs var vön að kaupa notaðar merkjavörur erlendis áður en kórónuveiran skall á og saknaði þess fara í svipaðar verslanir hérlendis. 

Ég hef lengi velt því fyrir mér hvers vegna verslun eins og Attikk hafi aldrei verið til hér á landi. Maður sér þetta víðast hvar annars staðar erlendis og eru það alltaf búðirnar sem eru efstar á mínum ToDolista í utanlandsferðum,“ segir Ýr og bendir á að Attikk sé bæði verslun og vefverslun sem selur hágæða notaðar hönnunar og merkjavörur. Vörurnar flytja Ýr og félagar inn eða selja í umboðssölu.

Dragtin er í miklu uppáhaldi hjá Ýr en hún keypti …
Dragtin er í miklu uppáhaldi hjá Ýr en hún keypti hana notaða í Hjálpræðishernum. Við dragtina er hún með tösku frá Prada sem kærasti Ýrar hennar keypti í ATTIKK og gaf í afmælisgjöf. mbl.is/Kristinn Magnússon

Búðarferðir í uppáhaldi erlendis

„London er uppáhaldsborgin mín og ekki aðeins vegna næturlífsins eða menningarinnar, heldur akkúrat vegna þess að þar leynist heill haugur af álíka verslunum og Attikk. Þegar ég fer utan þá sníð ég dagana mína í kringum verslunarferðir í þessar búðir og ætlaði einmitt að kíkja áður en Covid19 tók fyrir allar utanlandsferðirnar,“ segir Ýr.

„Að vísu eru til verslanir á Íslandi sem selja notaðar flíkur og þar leynast stundum gersemar frá stórum vörumerkjum. Attikk hins vegar sérhæfir sig í sölu á þessum eftirsóttu vörum og tryggir að viðskiptavinir séu að kaupa ekta merkjavöru. Viðtökurnar hafa líka verið ótrúlega góðar og margir hverjir sem labba inn til okkar lýsa yfir því hversu lengi þeir hafi beðið eftir þessum vettvangi. Það sem mér finnst best við Attikk er að þú getur bæði komið til okkar í leit að merkjavöru en þú getur líka loksins gefið merkjavörum nýtt líf án flækjustigsins sem fylgir því að selja merkjavöru sem einstaklingur á Facebook eða Instagram.“

Ýr í Burberry-golla við buxur sem hún keypti í Hjálpræðishernum. …
Ýr í Burberry-golla við buxur sem hún keypti í Hjálpræðishernum. Taskan er notuð Fendi-taska sem Ýr fékk í tvítugsafmælisgjöf. mbl.is/Kristinn Magnússon
Ýr á þessa skartgipi. Eyrnalokkar frá Calvin Klein, Gullhringur úr …
Ýr á þessa skartgipi. Eyrnalokkar frá Calvin Klein, Gullhringur úr Jens og lofhringur (e. promise ring) keyptur notaður á Spáni og var gjöf frá kærasta Ýrar. Hann er úr gulli með náttúrulegum demöntum og safírsteinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Neyðin kennir naktri konu að spinna og þegar Ýr komst ekki utan í verslunarferðir vegna kórónuveirunnar stofnaði hún einfaldlega verslun á Íslandi.

„Mér kom hugmyndin svo sem ekki beint í hug heldur var löngunin í ferðatakmörkunum sökum Covid19 svo mikil að ég fór að velta þessu svolítið mikið fyrir mér. Ég er ekki aðdáandi þess að versla á netinu erlendis frá – þar leynist svo mikið af aukagjöldum þegar varan er komin til landsins og biðin getur verið svo löng. Svo getur það verið svo ótrúlega svekkjandi að fá vöruna loksins í hendurnar og þá kannski passar hún ekki.“

Gallabuxurnar eru vintage Levi's 501 buxur keyptar í London.
Gallabuxurnar eru vintage Levi's 501 buxur keyptar í London. mbl.is/Kristinn Magnússon

Allt gerðist mjög hratt

Ýr heldur áfram: „Ég minntist þá á það í matarboði með fjölskyldunni hvað það vantaði svona verslun á Íslandi og viku seinna stofnuðum við einkahlutafélag. Þetta fór úr ástríðufullu samtali um löngun mína í nýja Pradatösku yfir í fjármögnun, innkaup, skilmálagerðir, leigusamning, viðskiptaáætlanir og fleira á örfáum dögum.

Ég held að það hafi kannski liðið tvær vikur frá því að við stofnuðum fyrirtækið þangað til við vorum byrjuð að smíða og innrétta verslunina á Laugaveginum. Það var tímafrekast af öllu, þrjóskan í okkur að vilja smíða allt sjálf frá grunni; afgreiðsluborðið, spegla og mátunarklefa. Það var samt vel þess virði og kom út alveg eins og við höfðum ímyndað okkur.

Þetta gerðist allt rosalega hratt og varð mjög fljótt að raunveruleika. Ég og unnusti minn erum svo ótrúlega ástríðufull þegar kemur að merkjavörum og tísku og við vorum svo einstaklega spennt (og stressuð) að geta loksins boðið upp á þetta hérna heima, á öruggum vettvangi en ekki lengur bara á sölusíðum á Facebook eða í básum á loppumörkuðum.

Við héldum þessu leyndu fyrir öllum heillengi af því við vissum bara hversu ótrúlega mikil eftirspurn væri fyrir þessu hérna heima en að framboðið væri nánast ekkert fyrr en við opnuðum.“

Louis Vuitton Musette Tango-töskuna fékk Ýr að gjöf.
Louis Vuitton Musette Tango-töskuna fékk Ýr að gjöf. mbl.is/Kristinn Magnússon
Gallabuxur og sólgleraugu eru frá Burberry og taskan frá Louis …
Gallabuxur og sólgleraugu eru frá Burberry og taskan frá Louis Vuitton. mbl.is/Kristinn Magnússon

Margt freistar

Vörurnar í búðinni freista líka eigandans. „Ég sjálf á mjög erfitt með að reka búðina án þess að setja sjálfa mig á hausinn,“ segir Ýr. „Það er stöðugt flæði á flíkum sem koma til okkar og ég á oft mjög erfitt með að kaupa þær ekki allar. Ég hef sjálf selt mjög mikið af mínum heittelskuðu flíkum í Attikk og í staðinn keypt mér eitthvað nýtt. Síðan verður það líklegast bara að ákveðinni hringrás hjá mér. Ég sel vöruna í Attikk þegar ég er vaxin upp úr henni og fæ mér þá nýja sem nýtist mér betur í staðinn. Þetta er líka ótrúlega hentugt fyrir mig og unnustann. Við áttum bæði nýlega afmæli og gátum keypt á hvort annað á vinnutíma.“

Ýr kveðst alltaf hafa verið mikið fyrir að kaupa flíkur og fylgihluti á sjálfa sig og aðra í gjöf í sambærilegum verslunum erlendis. „Einn af uppáhaldsgullmolunum mínum er 40 ára gamla Guccitaskan mín sem er til sölu í Attikk núna og síðan Fendi-taska og Louis Vuitton-taska sem ég fékk að gjöf. Hérlendis hef ég aðallega verslað í verslunum Rauða krossins og Hjálpræðishersins í leit að földum gullmolum og held til dæmis mikið upp á Burberryskyrturnar mínar þaðan. Eftirspurnin eftir merkjavörum er bara orðin svo mikil að þetta hefur breyst í svolítið kapphlaup í þeim verslunum,“ segir hún. 

Notuð Balenciaga Camera Bag er til sölu í Attikk.
Notuð Balenciaga Camera Bag er til sölu í Attikk. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég hef alltaf verið mikið fyrir það að versla flíkur og fylgihluti á sjálfa mig og aðra í gjöf í sambærilegum verslunum erlendis. Ein af uppáhalds gullmolunum mínum er 40 ára gamla Gucci-taskan mín sem er til sölu í Attikk núna og síðan Fendi-taska og Louis Vuitton-taska sem ég fékk að gjöf. Hérlendis hef ég aðallega verslað í verslunum Rauða Krossins og Hjálpræðishersins í leit að földum gullmolum og held til dæmis mikið upp á Burberry skyrturnar mínar þaðan. Eftirspurnin eftir merkjavörum er bara orðin svo mikil að þetta hefur breyst í svolítið kapphlaup í þeim verslunum,“ segir Ýr. 

Resin hringurinn frá Louis Vuitton er notaður eins og annað …
Resin hringurinn frá Louis Vuitton er notaður eins og annað sem er til sölu í Attikk. Hringurinn er sjaldgæfur og var einungis framleiddur árið 2012. mbl.is/Kristinn Magnússon

Langar í stígvél frá Prada

Hvaða merki er í uppáhaldi hjá þér?

„Þetta fer svolítið eftir vörunni sem er spurt um. Uppáhaldstöskurnar mínar eru frá Louis Vuitton, Prada og Fendi. Uppáhaldsbolirnir og peysurnar frá Burberry og uppáhaldsbuxurnar frá Versace og Levi's. Merkin eru svo ótrúlega mörg og bjóða hvert og eitt upp á svo ótrúlega breytilegt úrval. Það er langskemmtilegast að blanda þessu saman,“ segir Ýr.

Það eru ákveðnar vörur sem Ýr segist lengi hafa þráð að eignast.

„Til dæmis eru Pradastígvél og Chanelsólgeraugu efst þar á lista en svo er ég alltaf tilbúin að stækka töskusafnið. Eins held ég að allir, þar á meðal ég, þurfi að næla sér í ný sólgeraugu eða belti fyrir vorið, það er næst á dagskrá hjá mér.“

View this post on Instagram

A post shared by ATTIKK (@attikk.is)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda