Jakob Bjarnar opnar sig um fatastílinn

Jakob Bjarnar Grétarsson hefur mjög ákveðinn og úthugsaðan fatastíl.
Jakob Bjarnar Grétarsson hefur mjög ákveðinn og úthugsaðan fatastíl. mb.is/Kristinn Magnússon

Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður er litríkur persónuleiki með útpældan fatastíl. Hann var einu sinni í hljómsveitinni Kátum piltum og var á þeim tíma að vinna með ákveðið útlit. Það hefur svo þróast og í dag sækir hann innblástur í Clint Eastwood, sem er skiljanlegt því það er varla hægt að vera svalari en sá góði maður. 

Hvað getur þú sagt mér um þinn fatastíl?

„Ferðalag mitt um völundarhús tískunnar er nú að verða nokkuð langt og strembið, því ég var mjög ungur þegar ég fór að fylgjast mjög vel með helstu straumum. En svo stiklað sé á stóru þá var leðurjakkinn nánast límdur á mig þegar ég var rokkstjarna í Kátum piltum. Á háskólaárunum og fyrri part blaðamennskuferilsins var ég í öllu svörtu; gallabuxum, biker boots og kálfasíðum frakka; hékk á Hressó, reykti pípu og þambaði svart kaffi þangað til mér var orðið flökurt og neyddist þá til að fá mér einn viskí. Já og las Camus. Alltaf stutt í þennan stíl, hann er grunnurinn en í seinni tíð hef ég verið að færa mig meira yfir í einhvers konar Kormák og Skjöld; þægilegt og hallærislegt afa-tvíd. Þeim verslunarundrum hjá K&S tókst að ljúga því í hipsterana að þessi fatastíll væri kúl og það verður nú að teljast harla vel af sér vikið,“ segir Jakob Bjarnar.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hver er þín tískufyrirmynd?

„Clint Eastwood.“

Hvaða föt myndir þú taka með þér á eyðieyju?

„Baðsloppinn minn.“

Hefur veiran haft áhrif á fatastílinn?

„Já, óneitanlega. Þótt ég klæði mig alltaf upp fyrir morgunfundi; skyrtu, bindi og jakka, þá ríf ég mig úr að ofan og fer beint í sloppinn þegar ég slekk á teams-inu. Að neðanverðu er ég bara á nærbuxunum á þessum fundum, til að vera fljótari í sloppinn. Vinnugallann. Þau eru orðin afar sjaldgæf tilefnin sem gefast til að stríla sig almennilega upp. Já, það má eiginlega segja að þessi helvítis veira sé að drepa í manni allan tískumetnað.“

Uppáhaldsflíkin?

„Erfitt að velja úr en til að segja eitthvað nefni ég Michael Kors-jakka sem ég keypti síðast þegar ég fór til New York til að dressa mig upp. Ég fer reglulega þangað, tek inn götutískuna og fer svo í fatabúðir og sjoppa hraustlega.“

Hvað dreymir þig um að eignast í fataskápinn?

„Skápurinn er nú býsna traustur en ég væri til í að eignast góð kjólföt og pípuhatt við. Og kannski, fyrst þú ert að bjóða, hvítan smóking upp á grínið, ég á svartan.“

Jakob Bjarnar er mjög hrifinn af íslenska andlitskreminu frá ChitoCare.
Jakob Bjarnar er mjög hrifinn af íslenska andlitskreminu frá ChitoCare.

Hefur þú einhvern tímann hent flík sem þú hefur séð eftir?

„Hef ég einhvern tímann... Ég sé eftir hverri einustu flík sem ég læt frá mér. Jafnvel þeirri sem er orðin allt of lítil. Ég sé fyrir mér að ég muni með tíð og tíma missa þessi 20 kíló sem ég hef bætt á mig jafnt og þétt undanfarin 20 árin. Sem svo riðlar öllu skipulagi í skápnum. Passað er upp á það, þegar þörf þykir að grisja í fataskápnum mínum, að ég sé fjarverandi. Hitt hefur verið reynt og ég hendi mér grátandi á eftir hverri flík.

Hvernig er morgunrútínan þín?

„Morgunrútínan mín virka daga er nokkurn veginn þannig að ég sprett á fætur eins og fjöður klukkan 06:30, klappa hundinum og dríf mig í kalda sturtu. Sest svo á legubekkinn sem ég er með inni á baði, hálfligg þar og legg heitan þvottaklút yfir andlitið til að mýkja það. Ber svo á mig sérstaka rakstursolíu og raksápu og raka mig. Þetta er mjög mikilvæg stund og leggur línuna fyrir daginn. Tannburstun, munnskol, og set á mig rakspíra: Armani Code. Laga espressó, les blöðin og fer svo í 40 mínútna göngutúr með hundinn. Hreinsa hugann fyrir morgunfund sem hefst klukkan níu.“

Hér er Jakob Bjarnar í köflóttri skyrtu og leðurjakka.
Hér er Jakob Bjarnar í köflóttri skyrtu og leðurjakka.

Hvað ertu lengi að taka þig til á morgnana?

„Tíu mínútur.“

Hvaða húðvörur notarðu til að vera frísklegri?

„Undanfarið hef ég aðeins verið að vinna með ChitoCare beauty-andlitskremið sem ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um. En aðallega eru það Sóley-húðsnyrtivörur sem ég hef notað samviskusamlega alveg frá því Sóley stofnaði fyrirtækið. Og þakka þeim unglegt útlitið.“

Hvað er að finna í baðskápnum þínum?

„Marta, hvað er ekki að finna í baðskápnum mínum?“

mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda