Egill breyttist í ungling í veirunni

Egill Helgason.
Egill Helgason.

Egill Helgason er einn af skemmtilegustu mönnum Íslands. Hann hefur unnið í fjölmiðlum síðan elstu menn muna en ég þekki hann fyrst og fremst sem kaffivin minn af Kaffifélaginu á Skólavörðustíg. Yfir kaffibollanum hef ég komist að því að Egill kaupir öll sín föt í Ameríku og fer varla út úr húsi nema setja Penzím á andlitið. 

Borðar þú morgunmat?

„Já, alltaf það sama. Ég er mjög íhaldssamur. Gríska jógúrt og múslí.“

Klukkan hvað vaknar þú?

„Mér finnst ekki gaman að vakna of snemma. Yfirleitt milli 8 og 9. Í kóvíðinu hef ég svolítið farið að breytast í ungling aftur og snúið sólarhringnum við, verið að lesa og glápa á nóttinni.“

Á hvaða tíma sólarhringsins færðu bestu hugmyndirnar?

„Ég hugsa skýrast á morgnana, held ég, áður en ringulreið dagsins nær yfirhöndinni.“

Ralp Lauren er eitt af uppáhaldsmerkjum Egils.
Ralp Lauren er eitt af uppáhaldsmerkjum Egils.

Ertu lengi að velja föt fyrir daginn?

„Nei, ekki er nú hægt að segja það. Ég geng eiginlega bara í fötum frá Ralph Lauren og skóm frá Blundstone. Á birgðir af því sama eða svipuðu.“

Notar þú einhverjar húðvörur?

„Veturinn fer ekki vel með húðina í andlitinu, ég nota Pensím og svo krem frá Weleda. Get illa verið án rakspíra frá Issey Miyake.“

Skin Food frá Weleda er í uppáhaldi hjá Agli eins …
Skin Food frá Weleda er í uppáhaldi hjá Agli eins og hjá mörgum stórstjörnum úti í hinum stóra heimi.

Hvað um hárið. Hvað gerir þú til þess að það sé svona glansandi?

„Veit ekki hvað það er glansandi núorðið, hárið á mér hefur tilhneigingu til að verða þurrt. Ég þótti afar fagurhærður á yngri árum og held sem betur fer hárinu að mestu leyti. En ég nota oftast vörur frá Paul Mitchell og eitthvað sem heitir Wax Works frá þeim til að krullurnar njóti sín betur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda