Tencel er textílþráðul sem að er að fá mikla athygli þessa dagana vegna þess að líklegt er að það muni koma í stað bómullar í fatnaði og textílvörum framtíðarinnar. Það eru 25 ár síðan Tencel var fundið upp en efnið hefur síðustu ár fengið aukna athygli vegna þess hve miklu umhverfisvænni framleiðslan er í samanburði við bómull. Bómullarframleiðsla er bæði frek á vatn og mannafl, en eiginleikar efnanna tveggja eru mjög svipaðir enda er í báðum tilvikum um að ræða sellulósaefni, annað náttúrulegt en hitt manngert.
Tencel er sellulósa þráður sem gerður er út plöntuleyfum svipað og Viscose en öll framleiðslan er mun umhverfisvænni en hjá því síðarnefnda. Það Tencel sem framleitt er í dag er gert úr um 70% af endurnýtanlegum skógum og plöntum en það þarf að hækka í 100% til þess að framleiðslan verði alveg sjálfbær.
Hóteliðnaðurinn hefur gefið það út, að hann stefni á að skipta bómullinni algerlega út fyrir Tencel í hótellíni og með þeirri breytingu þá minnkar eftirspurn eftir bómull töluvert.
Notkun á Tencel orðin mjög áberandi í tískuiðnaðnum og hafa til dæmis framleiðendur gallabuxna tekið Tencel fagnandi ásamt fatahönnuðum um allan heim.
Það er einnig talið að Tencel muni koma í stað plastefnana polýester og nælon en það eru efni sem menga vatnið okkar í hvert sinn sem að við þvoum þau með litlum plastögnum. Því hefur verið haldið fram að fólk úti í heimi drekki sem svarar einu kredidkorti á viku þegar það drekkur plastagnir í drykkjarvatni.
Tencel er ennþá aðeins dýrara en bómull og er það að vinna aðeins á móti þessum nýja þræði. Þrátt fyrir það er talið líklegt að bómull muni að mestu víkja fyrir Tencel og að verðið muni lækka.
Við neytendur þurfum líka að axla okkar ábyrgð og velja það efni sem er umhverfisvænna þegar við kaupum föt eða textíl. Það þurfa fatahönnuðir einnig að gera en þeir þurfa að hanna föt sem eru slík að gæðum að þau muni eiga framhaldslíf á flóamörkuðum. Við þurfum öll að styðja breytingar til hins betra og að auka veg Tencel á markaðnum er ein af þeim.