Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem fór í brjóstaminnkun fyrir nokkrum árum og er ekki ánægð.
Sæl Þórdís.
Nú fór ég í brjóstaminnkun fyrir nokkrum árum og hef alltaf verið óánægð með geirvörtubaugana eftir aðgerð. Annar er mun minni en hinn, er hægt að laga stærð baugs á einu brjóstinu, þ.e. minnka hann, í auðveldri aðgerð?
Kær kveðja,
G
Sæl og takk fyrir spurninguna,
Þegar brjóstaminnkun er framkvæmd er notast við staðlaða stálhringi sem ákveða stærðina á vörtubaug. Það er því sem betur fer sjaldgæft vandamál í kjölfar aðgerðar að vörtubaugarnir séu misstórir. Það ætti að vera tiltölulega einfalt að minnka stærri vörtubauginn hjá þér í staðdeyfingu.
Ég mæli með því að þú hafir samband við lýtalækni og athugir hvort þetta gæti gengið fyrir þig.
Með bestu kveðjum,
Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir Dea Medica.
Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR.