Með klúbbastrípur og eyrnalokk í Berlín

Halldór Armand rithöfundur dæmir fólk ekki eftir klæðaburði.
Halldór Armand rithöfundur dæmir fólk ekki eftir klæðaburði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hall­dór Armand Ásgeirs­son rit­höf­und­ur er alltaf flott­ur til fara en dæm­ir eng­an út frá klæðaburði. Skemmti­leg­asti maður sem hann þekk­ir gæti al­veg eins búið í tunnu eins og Díógenes og haft eng­an áhuga á tísku. 

Hvernig mynd­ir þú lýsa eig­in fata­stíl?

„Það er ekk­ert eitt ráðandi trend en mér hef­ur samt alltaf liðið vel í sportý-stíl, sem sagt íþróttapeys­um og hlaup­astriga­skóm og svo fram­veg­is. Ég geng í raun oft í svipuðum föt­um núna og þegar ég var kannski 13 til 14 ára. Ann­ars er þetta frek­ar klass­ískt bara, ég geng í Levi's 501 og Dr Martens-skóm.“

Ertu sam­mála því að föt og það hvernig ein­stak­ling­ur ber sig – segi mikið til um per­sónu­leika hans?

„Ég er ekk­ert endi­lega svo viss um það. Sum­ir fá út­rás fyr­ir sköp­un­ar­gleði sína gegn­um tísku og stíl, aðrir ekki. Skemmti­leg­asti maður sem ég þekki gæti al­veg eins búið í tunnu eins og Díógenes og hef­ur eng­an áhuga á tísku. Svo eru aðrir sem kaupa sér striga­skó fyr­ir hundrað þúsund kall og eru alltaf á leiðinni í eða ný­komn­ir úr klipp­ingu.“

Halldór klæðist vanalega sportlegum fatnaði.
Hall­dór klæðist vana­lega sport­leg­um fatnaði. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Með kross­eyrna­lokk og klúbba­stríp­ur

Hvaða áhrif hafði það á þig að búa í Berlín?

„Ég var ekki bú­inn að búa lengi í Berlín þegar ég leit einn dag­inn í speg­il og var kom­inn með kross­eyrna­lokk og klúbba­stríp­ur. Maður er í sí­felldri mót­un. Ég trúi á hina ei­lífu end­ur­nýj­un.“

Klæðumst við öðru­vísi ást­fang­in en í ástarsorg?

„Hamlet Danaprins klæðist svört­um sorg­arklæðum í sam­nefndu leik­riti Shakespeares. Ég hef klæðst svörtu yfir löng tíma­bil. Hvað ætli það sé við svörtu föt­in? Ætli það sé ekki ein­hver hluti af okk­ur sem vill hverfa og verða að engu þegar við syrgj­um.“

Hvað væri gam­an að prófa tengt fatnaði og stíl – fyr­ir þá sem eru að bug­ast á ástand­inu?

„Er ekki stóra bar­átt­an alltaf við mann sjálf­an? Það get­ur verið snúið að átta sig á því hvað maður ná­kvæm­lega vill. Ég hvet fólk bara til þess að storka sjálfu sér og láta ekki um­hverfið aftra sér frá því að klæða sig eins og það vill. Það eru eng­in raun­veru­leg hlut­verk. Við erum okk­ar eig­in sköp­un­ar­verk.“

Ef þú mætt­ir gefa eitt gott tískuráð, hvað væri það?

„Kannski bara að hafa þetta í huga með að það eru eng­in raun­veru­leg hlut­verk í heim­in­um. Það er ekk­ert eitt svar til um okk­ur, eng­in ein lausn, eng­inn einn stíll sem hæf­ir okk­ur. Hið eina sanna frelsi er að end­urupp­götva sjálf­an sig í sí­fellu og leyfa sér að verða að ein­hverju nýju.“

Ham­ingju­sam­asta fólkið eigi eig­in­lega eng­in föt

Þarf maður að eiga mikið af föt­um til að vera ham­ingju­sam­ur?

„Vit­ur maður sagði mér einu sinni að stund­um sé ein ný peysa allt sem maður þarf til að líða fersk­um. Stund­um þurf­um við bara eitt­hvað nýtt inn í líf okk­ar. Ég get al­veg ímyndað mér að ham­ingju­sam­asta fólk í heimi eigi eig­in­lega eng­in föt. En ég held að það sé rosa­lega erfitt að ná slík­um and­leg­um þroska.“

Hver eru bestu fata­kaup­in sem þú hef­ur gert?

„Bleiki gallajakk­inn minn. Fransk­ur sirkúslistamaður gaf mér hann árið 2005 eft­ir að ég hafði hrósað hon­um. Þegar hann klæddi sig úr hon­um sagði hann með ramm­frönsk­um hreim: „I don't care about mater­ial things.“

Af hvernig klædd­um kon­um og körl­um heill­ast þú?

„Það er dá­lítið erfitt að svara því. Svo­lítið eins og að reyna að út­skýra af hverju brand­ari er fynd­inn eða sól­ar­lag fal­legt. Sumt fólk er bara svo glæsi­legt og töfr­andi. Þetta ligg­ur í fasi og og fín­hreyf­ing­um, hinu næma auga. Sum­ir geta gert allt töff og aðlaðandi bara með því að vera þeir sjálf­ir.“

Ertu með for­dóma fyr­ir ein­hverri teg­und af klæðnaði?

„Ég held ekki. Það kem­ur í það minnsta ekk­ert upp í hug­ann. Ég fer aldrei í jakka­föt en ég veit ekki al­veg af hverju. Finn mig bara ekki í þeim.“

Erfitt að finna al­menni­lega neon-græna striga­skó

Hvað með skó – skipta þeir máli?

„Skór geta al­veg verið vandmeðfarn­ir. Það tók mig þrjá mánuði að finna mér al­menni­lega neon-græna striga­skó. Að því sögðu er ég meðvitaður um að Þór­berg­ur Þórðar­son gat lengi vel ekki farið út úr kvisther­berg­inu sínu á Hring­braut því hann átti bara eitt par af skóm sem var göt­ótt. Hann gat skrifað vel þrátt fyr­ir það svo skór skipta kannski ekki bein­lín­is sköp­um í líf­inu.“

Finnst þér þrengri rammi sett­ur utan um karl­menn en kon­ur þegar kem­ur að tísk­unni?

„Nei, er hann ekki ein­mitt víðari?“

Hvernig finnst þér karl­ar með eyrna­lokka og jafn­vel nagla­lökk?

„Ég er sjálf­ur með tvo eyrna­lokka. Mig hafði dreymt um þetta í mörg ár að fá mér svona stór­an hring í eyrað eins og Geor­ge Michael var með þegar hann var mest töff. Vera svo mikið í víðum, ljós­blá­um galla­bux­um og skjanna­hvít­um bol. Síðan smitaði ég frænda minn af þessu og hann kýldi ein­hvern tím­ann á þetta eft­ir tvo bjóra í Brus­sel. Það var sparkið í rass­inn sem ég þurfti og núna er ég bú­inn að taka fram úr hon­um með mína tvo. Vin­ir mín­ir eru oft með naglalakk en ég finn mig ekki al­veg með það.“

Er eitt­hvað í tísk­unni núna í dag sem þú ert sér­stak­lega hrif­inn af?

„Haf­andi verið ung­ling­ur í lok næntís og byrj­un ald­ar­inn­ar er ég al­veg mjög hrif­inn af þess­um alda­mót­a­straumi í tísk­unni í dag. Að ein­hverju leyti er ég meira næntís núna en ég var í næntís.“

Halldór er á því að ef maður elskar einhvern fer …
Hall­dór er á því að ef maður elsk­ar ein­hvern fer maður að elska allt í fari þess ein­stak­lings. Hvort sem það er út­lit, fata­stíll eða jafn­vel bíl­teg­und­ina. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hetj­ur lifa fyr­ir aðra

Oscar Wilde skrifaði eitt sinn: „You don't love someo­ne for their looks, or their clot­hes, or for their fancy car, but because they sing a song only you can hear.“ – Ertu sam­mála því?

„Það er auðvitað á sinn hátt al­veg rétt hjá Wilde. Hins veg­ar er það þannig að þegar þú elsk­ar ein­hvern, þá ferðu að elska allt í fari hans, hvort sem það eru smá­atriði í út­liti, fata­stíll eða þess vegna bíl­teg­und. Svo ég myndi segja að auðvitað elsk­arðu ekki fólk út af út­liti eða föt­um, en þegar þú elsk­ar aðra mann­eskju þá er út­lit henn­ar og stíll hluti af þess­um söng sem þú einn heyr­ir og elsk­ar.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda