Stærðarkerfið þjónar fjöldaframleiðslunni

Linda Björg Árnadóttir hönnuður og eigandi Scintilla.
Linda Björg Árnadóttir hönnuður og eigandi Scintilla. Ljósmynd/Saga Sig

„Fyrir rúmum 100 árum hefði það þótt vera nánast óhugsandi hugmynd að föt sem pössuðu á einn, gætu líka að passað á einhvern annan. Við erum öll með ólíka líkama. Engir tveir eru eins. Tískufatnaður og allur betri fatnaður var sérsaumaður í gamla daga. Ef föt erfðust á milli systkina eða á milli manna, sem var mikið um, þá voru þau tekin í sundur og þeim breytt og þau aðlöguð. Sú hugmynd að allir passi í „small“, „medium“ eða „large“ er í raun fáránleg hugmynd og verður til þegar fjöldaframleiðsla á tískufatnaði byrjar,“ seg­ir Linda Björg Árna­dótt­ir, hönnuður og eig­andi Sc­in­til­la, í nýj­um pistli á Smartlandi:

Það má leiða líkur að því að þetta sé raunverulega ástæðan fyrir því að tískumódel eru svona grönn. Þær þurfa einfaldlega að passa í allt sem þeim er rétt og það er miklu einfaldara að klæða grannan líkama heldur en íturvaxinn. Alls konar vöxtur hentar ekki fjöldaframleiðslunni.

Ég er alltaf að rekast á konur sem eiga í erfiðleikum með að finna á sig föt. Þær einfaldlega eiga erfitt með að finna föt sem passa þeirra einstaka líkama. Það er ekki vegna þess að þær eru í yfirþyngd, heldur vegna þess að einhver líkamshluti, til dæmis brjóstin passa ekki í fötin. Líkami kvenna er þrívíðari en líkami karla og þegar konur bæta á sig þá fara þau kíló ekki endilega öll á sama staðinn eins og gerist oft með karlmenn.

Föt eru vanalega hönnuð á grannvaxna, snið þróað, og fötin svo mátuð á raunverulega manneskju, sem er grönn. Síðan eru sniðin „graderuð“, þ.e. stækkuð eftir kerfi í stærri stærðir en ekki mátuð á raunverulega manneskju í þeim stærðum.

Það má í raun draga það í efa, að stærðarkerfi fatnaðar eins og það er núna, virki nema svona 45%.

Mikið af tískufatnaði á markaðnum er frá Frakklandi eða Ítalíu og þar eru konur með allt annan vöxt en konur í Norður-Evrópu og fólk almennt lágvaxnara. Þau föt passa norrænum konum augljóslega illa.

Ég tel að þarna sé tískuiðnaðurinn að bregðast fólki og þá aðallega konum. Það hlýtur að vera góð hugmynd, ef á annað borð á að selja fólki föt, að þau séu með þeim hætti að fólk komist í þau.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda