Splæsti í Gucci-tösku í útlöndum

Lára Clausen fór að versla í útlöndum.
Lára Clausen fór að versla í útlöndum. Skjáskot/Instagram

Samfélagsmiðlastjarnan Lára Clausen gerði vel við sig í Berlín á dögunum. Hún fór meðal annars í verslunarferð og yfirgaf merkjavöruverslun með Gucci-vörur í stórum pokum. Lára sýndi aðdáendum sínum á Instagram hvað kom upp úr pokunum. 

Falleg svört leðurtaska var meðal þess sem kom upp úr pokum Láru. Um er að ræða svarta tösku með gylltu merki ítalska tískuhússins. Gera má ráð fyrir að taska Láru hafi kostað töluverða upphæð en Gucci-vörur eru þekktar fyrir að vera dýrar. 

Svipaða tösku og Lára sást með má finna á vefversluninni Net-a-Porter. Sú taska kostar 1.258 pund eða um 220 þúsund íslenskar krónur. 

Gucci-taska.
Gucci-taska. Ljósmynd/Net-a-porter.com
Skjáskot/Instagram



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda